Return to site

SKRÁNING Í FULLUM GANGI!

Nú er skráning í fullum gangi hjá Vocalist og enn eru örfá pláss eftir. Kennsla hefst þann 19. september og er það mikil tilhlökkun sem fylgir því að byrja nýtt starfsár og hitta bæði nýja og gamla söngvara.

Það verður margt í boði næstu önn, hin hefbundnu Grunnnámskeið, Framhaldsnámskeið, Einkatímar og Unglinganámskeið verða á sínum stað. En nú hafa bæst við tvö ný spennandi námskeið, Barnanámskeið þar sem söngfuglum á aldrinum 8-12 ára verður gefinn kostur á að spreyta sig og einnig verða haldin helgarnámskeið í vetur sem eru sérsniðin af kórsöngvurum þar sem lögð verður áhersla á raddbeitingu og nótnalestur. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðunni vocalist.is eða með því að senda fyrirspurn á vocalist@vocalist.is

Mér heyrist á kvennsunum í Kvennakór Vocalist að þær séu að springa úr spenning yfir að byrja aftur að syngja. Við ætlum að bæta við nokkrum nýjum röddum og verða áheyrnarprufur haldnar þann 15. september. Um að gera að senda línu og skrá sig í prufuna.

Spennandi starfsár framundan með fullt af söng og gleði. 

Ást og friður! :)