Return to site

SKRÁNING ER HAFIN - VOCALIST FLYTUR

Nú er farið að síga á seinni hluta sumarsins og þá fer fólk oft að huga að því hvaða markmið á að setja sér næsta haust. Það verður margt í boði í söngnáminu hjá Vocalist, Grunn- og framhaldsnámskeið í CVT, Barna- og Unglinganámskeið, hægt verður að bóka einkatíma og svo heldur Kvennakórinn auðvitað áfram að heilla fólk með sinni líflegu framkomu.

Í vor að þá missti skólinn aðstöðu sína að Laugarvegi 178 þar sem hann hefur haft aðsetur frá stofnun. Það er mikill söknuður af heimilislegu kennslustofunni þar sem margir söngfuglarnir hafa flogið í gegn og fengið að blómstra. Við hefjum því nýja önn á nýjum stað, en skólinn fékk inni í húsnæði Tóneyjar að Síðumúla 8, en þar starfar einnig píanóskólinn Tónheimar. Þetta er í sama húsi og Veiðihornið, uppá 2. hæð. Það verður spennandi að vera innan um fleira tónlistarfólk og er þarna frábær aðstaða fyrir námskeiðin okkar og allt til alls.

Í vetur verða einnig fleiri kennarar sem kenna við skólann, bæði fastir og síðan verða fengnir gestakennarar til að kenna ákveðna tíma. Það er því margt nýtt og spennandi að gerast og við erum full tilhlökkunar að hefja nýja önn, en námskeiðin hefjast 25. september.

Það er því um að gera að fara að skrá sig til að tryggja sér pláss!!

Skráning og frekari upplýsingar inná vocalist.is og ekki vera feimin að senda tölvupóst á vocalist@vocalist.is eða hringja í síma 694 3964 til að fá frekari upplýsingar.

Hlökkum til að sjá ykkur!

broken image