Return to site

NÝ NÁMSKEIÐ VOR 2017

Nú eru öll 12 vikna námskeiðin sem byrjuðu í janúar að klárast. Þetta er búið að vera frábær önn með fullt af efnilegu söngfólki á hinum ýmsu stigum námsins. Barna- og Unglinganámskeiðin ætla að vera með tónleika næsta mánudag og bjóða mömmu og pabba að koma og hlusta á afraksturinn af námskeiðinu. Síðan verður lokatíminn hjá Grunn- og Framhaldsnámskeiðunum á þriðjudaginn en þau eru mörg búin að vera að nýta síðasta einkatímann sinn í þessari viku í upptöku á lagi.

En Vocalist er nú ekki komið í sumarfrí ennþá, enda ekki einusinni komnir páskar. Það var því skellt í ný námskeið sem hefjast 25. apríl og eru enn nokkur pláss laus á þau. Það sem er í boði:

5 vikna Grunnnámskeið í Complete Vocal Technique

5 vikna Unglinganámskeið

Helgarnámskeið sem sniðið er að kórsöngvurum (6. og 7. maí)

Einkatímar

Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni vocalist.is og svo má alltaf senda fyrirspurn á vocalist@vocalist.is eða hringja í síma 694 3964.

 

Bestu kveðjur og gleðilega páska!!!

Solla söngkennari