VOCALIST KYNNIR - JAZZ WORKSHOP 8. ÁGÚST
Á þessu Jazz námskeiði með Karin Bachner, sem er einnig viðurkenndur kennari í Complete Vocal Technique, verður farið í grunnatriði í jazz söng, meðal annars hendingamótun (timing and phrasing), spuna (improvisation), túlkun og tjáningu.
Um morguninn munu verða gerðar jazz upphitanir og kafað ofaní aðferðir við spuna. Seinni partinn mun svo hver og einn vinna í einu lagi (swing, bossa nova, ballaða……..) sem hann hefur undirbúið fyrir námskeiðið. Þá mun hver og einn hljóta einstaklings þjálfun í því lagi og píanisti verður á svæðinu.
Kynntu þér Karin Bachner á heimasíðu hennar www.karinbachner.com
Komdu og leyfðu jazzgeggjaranum að njóta sín!
