Return to site

Skemmtilegu jazz námskeiði lokið

Laugardaginn 8. ágúst
Síðastliðin laugardag kom Karin Bachner, austurísk jazz diva í Vocalist og hélt námskeið í spuna og mismunandi stílbrigðum í jazz söng. Námskeiðið var einstaklega vel heppnað og stóðu þátttakendur sig frábærlega. Fyrir hádegi voru gerðar æfingar þar sem prófað var að syngja lag í mismunandi stílum, Swing, Bossa Nova, Samba, Walz osfrv. Einnig var unnið í að finna swing og hvernig við notum texta fyrir scat og svo kenndi hún aðferðir til að þjálfa sig áfram með spuna. Eftir hádegi vann svo hver og einn í fyrirfram undirbúnu lagi með Karin. Vandamálin voru allt frá því að finna rétta "soundið" í röddinni í að "frasera" lögin betur. 
Stefnt er að því að fá fleiri gesta kennara í vetur og er á döfunni að fá finnskan tónlistarmann sem er einnig viðurkenndur CVT kennari til að halda singer/songwriter námskeið í haust. 
Þeir sem eru að semja tónlist eða eru með þann draum ættu að fylgjast vel með því. :) 
broken image
broken image
broken image
broken image
broken image
broken image
broken image