Return to site

Fyrsti Samsöngur vetrarins

Laugardaginn 31. október 2015

Nú styttist í fyrsta Samsöng vetrarins og verður hann haldinn laugardaginn 31. október kl. 16:00. 

Þar geta Vocalist söngvarar (þeir sem eru í söngnámi hjá Vocalist) komið saman og sungið fyrir hvern annan. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja þjálfa sig í að koma fram, æfa í túlkun, hitta hina söngnemendurna og hafa gaman :) Þeir söngvarar sem ætla ekki að syngja eru að sjálfsögðu velkomnir að koma og hlusta og aldrei að vita nema það verði eitthvað gúmmelaði í boði. 

Steindór píanóleikari verður á svæðinu og fyrir þá sem vilja láta hann sjá um undirleik er mæting kl. 15:00 til að æfa lagið sitt með honum.

Vinsamlega skráið ykkur fyrir mánudaginn 26. október og látið þá líka vita hvaða lag þið ætlið að syngja. 

Ég er orðin full tilhlökkunar og vona að þið séuð það líka  :)