Return to site
HAUSTÖNN 2015 ER BYRJUÐ!! 
Þá er önnin byrjuð hjá Vocalist og er óhætt að segja að hún fari vel af stað. Það er svo gaman að sjá bæði gömul andlit og ný, sumir að syngja í fyrsta sinn fyrir utan sturtuklefann og svo aðrir sem koma inn með meiri reynslu. 
Á mánudaginn komu um 25 konur í raddprufu fyrir nýstofnaðan kór Vocalist og verður rosalega gaman að fara af stað með það verkefni. Enn eru að detta inn fyrirspurnir um hvort það sé laust pláss og er svarið já - enn er hægt að bæta við röddum. :) 
Í gær mætti svo hópur af 10 hressum stelpum/konum (hvar eru strákarnir/karlarnir?) sem voru að byrja á 12 vikna Grunnnámskeiði í CVT og verður spennandi að vinna með þeim áfram. Einnig hófst Unglinganámskeiðið í gær og í dag mæta svo kunnugleg andlit sem eru langt frá því búin að fá nóg og ætla að skella sér á Framhaldsnámskeið. Svo eru söngvarar líka að koma í einkatíma, annaðhvort alla önnina eða einn og einn tíma. 
Söngur og gleði út í eitt framundan.....þannig á það líka að vera!! ;)