TAKK FYRIR VORÖNNINA!!!
Vorönn 2016 lauk nú í síðustu viku þegar að Kvennakórinn okkar hélt stórglæsilega tónleika í Laugarneskirkju á þriðjudag og síðan kláraði framhaldshópurinn námskeiðið sitt á miðvikudaginn, sem var í raun framhaldsnámskeið af framhaldsnámskeiðinu :)
Þessi önn er búin að vera virkilega viðburðarrík, margir frábærir söngvarar búnir að fara í gegnum námskeiðin og mikill árangur hefur sést í öllum hópunum. Einnig hafa margir droppað inn í einkatíma, allt frá stökum tíma uppí 15 tíma á önninni. Kvennakórinn blómstrar og mikil framför hefur orðið hjá kórskvísunum (þó ég segi sjálf frá). Það var gríðarlega vel mætt á vortónleikana og vorum við virkilega stoltar af okkur að þeim loknum. (Við erum einmitt að fara að hittast núna á eftir til að fagna....vúhúúú :) ) Teknar verða inn nýjar raddir í haust og verða inntökuprufur auglýstar á ágúst.
Nú verður ljúft að fara í smá sumarfrí frá kennslunni og hlaða batteríin fyrir næsta haust. Það verður mjög margt á döfunni á næstu önn. Við höldum áfram með okkar hefbundnu Grunn-framhalds og unglinganámskeið. En nú ætlum við að gefa ennþá yngri söngvurum kost á að vera með í gleðinni og boðið verður uppá nýtt námskeið fyrir 8-12 ára. Námskeiðið byggist mikið upp á kórastarfi en einnig fá krakkarnir tækifæri til að syngja einir fyrir framan hina. Þannig þjálfast þau í framkomu og að auka sjálfsöryggið.
Einnig fer að stað nýtt námskeið sem er sérsniðið að þörfum kórsöngvarans, þar sem tvinnað verður saman kennsla í raddbeitingu og undirstöðuatriðunum í tónfræði og nótnalestri. Námskeiði verður auglýst mjög fljótlega.
Ég vil svo biðja ykkur sem hafa áhuga á að syngja og semja ykkar einin lög (singer/songwriter) að taka frá dagana 11. og 12 október. Þá mun koma gestakennari, hinn finnski Jussu Pöyhönen og ætlar hann að halda námskeið í lagasmíði. Það er svo mikill fjársjóður að geta boðið uppá erlenda gestakennara og að fá innblástur frá þessum frábæru listamönnum. Námskeiðið verður auglýst í ágúst, fylgist vel með því :)
Byrjað er að taka við skráningum fyrir næsta haust þannig að það er um að gera að vera snemma í að skrá sig til að tryggja sér pláss næsta vetur.
Vocalist þakkar kærlega fyrir frábæra önn og óskar öllum gleðilegs sumars.
Hlýjar kveðjur til ykkar!
Solla
Almost done…
We just sent you an email. Please click the link in the email to confirm your subscription!