• UM VOCALIST

  SÖNGSKÓLINN VOCALIST

  Fyrir þína rödd!

  Vocalist er söngskóli sem var stofnaður í ársbyrjun 2014 eftir að hafa fundið bjarta og fallega aðstöðu í hjarta bæjarins að Laugarvegi 178. Skólinn er í örum vexti og þar ættu allir að finna söngnám við sitt hæfi því námskeiðin eru sérsniðin að þörfum hvers og eins. Lögð er áhersla á að söngvarar geti þjálfað röddina sína í heimilislegu umhverfi sem einkennist af jákvæðu og uppbyggilegu andrúmslofti. Kenndir eru allir stílar, klassík, jazz, söngleikir, popp, rokk, þungarokk o.s.frv. Námskeiðin henta bæði þeim sem hafa enga reynslu af söng og vilja kynnast eigin rödd betur og einnig þeim sem hafa meiri reynslu annaðhvort sem kórsöngvarar eða einsöngvarar. Kennslan byggist upp á Complete Vocal Technique, en sú tækni er orðin vinsæl um alla Evrópu og hefur gefið góðan og fljótvirkan árangur.

  Hjá Vocalist er einnig möguleiki á að taka grunn- og miðpróf skv. Aðalnámsskrá tónlistarskólanna sem gefin er út af Menntamálaráðuneytinu, bæði klassískri og rythmískri.

   

  SÓLVEIG UNNUR RAGNARSDÓTTIR

  EIGANDI OG RADDÞJÁLFARI

  Sólveig Unnur Ragnarsdóttir hefur kennt söng frá árinu 2009. Hún hóf sinn söngkennaraferil við Tónlistarskóla Vestmannaeyja og starfaði þar til ársins 2014. Þá flutti hún aftur til Reykjavíkur og stofnaði söngskólann Vocalist í byrjun þess árs.

  Sólveig byrjaði mjög ung að læra á hljóðfæri, fyrst fiðlu og síðar píanó, en hóf síðan söngnám við Söngskólann í Reykjavík árið 1996. Þar lauk hún einsöngvaraprófi í klassískum söng (DipABRSM) árið 2003 og söngkennaraprófi (DipLRSM) árið 2005. Árið 2012 hóf hún svo 3. ára kennaranám í Complete Vocal Technique við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og er nú viðurkenndur kennari í þeirri tækni.

  Sólveig hefur haldið fjölda söngtónleika og hefur reynslu af að syngja fjölbreytta stíla. Hún hefur sungið með hljómsveitum, við kirkjulegar athafnir, komið fram við ýmis tilefni og stjórnað kórum.

   

  STEINDÓR DAN JENSEN

  PÍANÓLEIKARI

  Steindór Dan Jensen hefur margra ára reynslu af ýmiss konar píanóleik og hefur meðal annars lagt stund á klassískt píanónám við Nýja tónlistarskólann og nám í djasspíanóleik við FÍH.
  Undanfarin 10-12 ár hefur hann verið ötull við að koma fram við hin ýmsu tækifæri, jafnt einn síns lið og sem undirleikari með söngvurum.

   

  COMPLETE VOCAL TECHNIQUE

  "Það á ekki að vera erfitt að syngja og allir geta lært það"

  Þetta er ein af hugmyndafræðum CVT sem er söngtækni sem hentar fyrir alla söngstíla.

  CVT byggir á rannsóknum Cathrine Sadolin sem allar eru byggðar á lífeðlisfræði og hljóðfræði. Tæknin er orðin sú útbreiddasta í Evrópu í dag og er notuð meðal fjölda atvinnu söngvara.

   

  Meginþættir CVT eru:

  • Grunnatriðin þrjú

  Nauðsynleg til að beita röddinni á heilbrigðan hátt

  • Raddgírarnir fjórir

  Í hvaða "raddgír" ætla ég að syngja og hversu mikinn raddstyrk ætla ég að setja á röddina.

  • Raddlitur

  Við getum litað röddina ljósa eða dökka

  • Effektar

  Notaðir til þess að leggja áherslu á ákveðnar tilfinningar í túlkun lags.

   

  Með því að setja saman þessi atriði náum við fram þeim hljóm sem við viljum fá útúr okkar rödd.

  Það er svo hlutverk kennarans að hjálpa söngvaranum að ná fram þeim hljóm og gefa honum þau nauðsynlegu tól og tæki sem hann þarf til að ná settum markmiðum.

   

  Nánar um CVT hér og rannsóknir sem hafa verið gerðar hjá Complete Vocal Institute má sjá hér

 • Námskeið

  Hér getur þú séð öll þau námskeið sem eru í boði hjá Vocalist

  Grunnnámskeið

  Fyrir alla þá sem vilja kynna sér CVT - byrjendur jafnt sem lengra komna.

   

  Fyrir hverja?

  Námskeiðið er sniðið fyrir þá sem eru að byrja að syngja en vantar aukið öryggi og einnig þá sem eru reynslumeiri og vilja kynna sér Complete Vocal Technique. Einnig hentar námskeiðið þeim sem eru að glíma við hæsi, raddþreytu eða önnur vandamál tengd röddinni.

   

  Hvað lærir söngvarinn?

  • Grunnatriði CVT
  • Raddgírarnir fjórir (Neutral, Curbing, Overdrive og Edge)
  • Kynnast sinni rödd betur
  • Breiðara raddsvið og/eða raddstyrkur
  • Túlkun, tjáning og framkoma
  • Aukið sjálfsöryggi og hvernig við vinnum á sviðsskrekk.
  • Míkrafónatækni
  • Persónuleg framför söngvarans

  Hvernig er námskeiðið uppbyggt?

  • Námskeiðið er í 5 vikur og byggist upp á hóptímum einu sinni í viku, þar sem söngvarar vinna í traustu andrúmslofti með kennara. Þetta hefur gefið góðan árangur þar sem þátttakendur læra af því að fylgjast með hinum. 
  • Í tímunum verður farið ítarlega í tæknina og síðan vinnur hver og einn í sínum lögum.
  • Píanóleikari verður til staðar hluta námskeiðsins

  Samsöngtímar eru haldnir tvisvar yfir önnina þar sem Vocalist söngvarar koma saman og syngja fyrir hvern annan. Lokatónleikar skólans eru síðan haldnir í lok hverrar annar og eru þáttakendur hvattir til þess að koma fram á þeim.

   

  Eftir námskeiðið

  Söngvarinn ætti að hafa fengið betri skilning á undirstöðuatriðum hvað varðar raddbeitingu og söngtækni. Einnig ætti hann að hafa fengið meira vald á röddinni og vera öruggari í að syngja fyrir framan aðra.

  • HVENÆR: Hóptímar verða á þriðjudögum kl. 17-19/20, 
  • LENGD NÁMSKEIÐS: 5 vikur 
  • FULLT VERÐ: 49.900 kr. 
  • STAÐFESTINGARGJALD: 20.000 kr. greiðist við skráningu
  • ALDURSTAKMARK: 16 - 96 ára
  • Hægt er að nýta styrki hjá öllum helstu stéttarfélögum

  NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST 25. APRÍL 2017

  Framhaldsnámskeið

  Fyrir þá sem hafa tekið grunnnámskeiðið hjá Vocalist eða hafa einhverja þekkingu á CVT

  Fyrir hverja?

  Námskeiðið er sniðið fyrir þá sem hafa kynnt sér Complete Vocal Technique, hjá Vocalist eða annars staðar.

   

  Hvað lærir söngvarinn?

  • Hlustun og greining á raddgírunum fjórum
  • Að vinna með raddlit
  • Breiðara raddsvið og/eða raddstyrkur
  • Túlkun, tjáning og framkoma
  • Spuni, taktur og hendingamótun
  • Effektar
  • Persónuleg framför söngvarans

  Hvernig er námskeiðið uppbyggt?

  • Hóptímar þar sem söngvarar vinna í traustu og jákvæðu andrúmslofti með kennara. Þetta hefur gefið góðan árangur þar sem söngvarar læra af því að fylgjast með hinum.
  • Í hóptímunum verður kafað ennþá dýpra í CVT og svo vinnur hver og einn söngvari í sínum lögurm með kennara. 
  • Píanóleikari verður til staðar hluta námskeiðsins
  • Í lok námskeiðsins fær hver þáttakandi tækifæri til að taka upp eitt lag sem hann fær síðan sent á rafrænu formi.

  Samsöngtímar eru haldnir tvisvar yfir önnina þar sem Vocalist söngvarar koma saman og syngja fyrir hvern annan. Lokatónleikar skólans eru síðan haldnir í lok hverrar annar og eru þáttakendur hvattir til þess að koma fram á þeim.

   

  Eftir námskeiðið

  Söngvarinn ætti að hafa öðlast meiri stjórn á röddinni og hafa aukna þekkingu á þeim möguleikum sem röddin hefur uppá að bjóða. Einnig ætti hann að kunna aðferðir til að þjálfa sig áfram með spuna, túlkun, effekta og öðlast ennþá meira öryggi í framkomu.

  • HVENÆR: Hóptímar eru á miðvikudögum kl. 18:00-20:00 og einkatímar eftir samkomulagi
  • LENGD NÁMSKEIÐS: 12 vikur 
  • FULLT VERÐ: 99.000 kr. (hægt er að skipta í 3 greiðslur, 23.000 á mánuði)
  • STAÐFESTINGARGJALD: 30.000 kr. greiðist við skráningu
  • ALDURSTAKMARK: 16 - 96 ára
  • Hægt er að nýta styrki hjá öllum helstu stéttarfélögum

  NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST Í SEPTEMBER 2017

  (Nánar auglýst síðar)

  Unglinganámskeið

  Fyrir 12 - 16 ára söngvara

  Fyrir hverja?

  Námskeiðið hentar bæði unglingum sem eru að byrja að syngja og einnig þeim sem hafa verið í söng-eða hljófæranámi áður.

   

  Hvað lærir söngvarinn?

  • Grunnatriði í Complete Vocal Technique
  • Öndun, stuðningur og gerðar æfingar til að ná því fram
  • Túlkun, tjáning og framkoma
  • Sjálfsstyrking og hvernig vinnum við með sviðsskrekk
  • Að kynnast möguleikum raddarinnar.
  • Breiðara raddsvið og/eða raddstyrkur
  • Míkrafónatækni
  • Mismunandi söngstílar
  • Samsöngur
  • Persónuleg framför söngvarans

  Hvernig er námskeiðið uppbyggt?

  • Kennt er í 4 - 6 manna hópum, einu sinni í viku í 1-1,5 klst. í senn. (fer eftir þátttöku)
  • Hver og einn vinnur í sínum lögum með kennara en einnig er lögð áhersla á samsöng til þess að unglingurinn þjálfist í að syngja í hóp.
  • Tónleikar verða svo haldnir í lok námskeiðs þar sem hægt er að bjóða fjölskyldu og vinum að koma og hlusta. 

  Eftir námskeiðið

  Söngvarinn ætti að hafa öðlast meiri þekkingu á raddbeitingu og þekkja sína rödd betur. Einnig ætti hann að hafa fengið meira sjálfstraust og öryggi í framkomu og vera meðvitaðri um mikilvægi túlkunar í söng.

  • HVENÆR: Tímarnir verða á miðvikudögum kl. 16:30-17:30/18 (fer eftir þátttöku)
  • LENGD NÁMSKEIÐS: 5 vikur 
  • FULLT VERÐ: 39.900 kr.                  FERMINGARTILBOÐ: 31.900 kr. (gildir fyrir árgang 2003)
  • STAÐFESTINGARGJALD: 15.000 kr. greiðist við skráningu
  • Hægt er að nýta frístundarstyrkinn bæði hjá Reykjavíkurborg og Kópavogi. 

  NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST 26. apríl 2017

  Barnanámskeið

  Fyrir 8 - 12 ára söngvara

  Fyrir hverja?

  Nú er komið að því að yngri kynslóðin fái að njóta sín hjá Vocalist. Boðið er uppá námskeið fyrir 8 - 12 ára söngfugla sem hentar öllum þeim börnum sem finnst gaman að syngja.

   

  Hvað lærir söngvarinn?

  • Gerðar æfingar til að barnið kynnist eigin rödd betur
  • Túlkun, tjáning og framkoma
  • Samsöngur og kór
  • Skemmtilegir leikir sem efla tjáningu og sjálfsöryggi
  • Hvernig vinnum við með sviðsskrekk
  • Að syngja í míkrafón
  • Kynnast mismunandi tónlistarstílum
  • Persónuleg framför söngvarans

  Hvernig er námskeiðið uppbyggt?

  • Kennt er í 6 - 8 manna hópum, einu sinni í viku í 1 klst. í senn.
  • Mikil áhersla er lögð á samsöng og kórastarf en einnig fær söngvarinn að syngja einn og þjálfa sig þannig í að koma fram. Farið verður í skemmtilega leiki og hreyfingar eru mikið notaðar til túlkunar á tónlistinni.
  • Tónleikar verða svo haldnir í lok námskeiðs þar sem hægt er að bjóða fjölskyldu og vinum að koma og hlusta. Einnig verða haldnir samsöngtímar tvisvar yfir önnina þar sem Vocalist söngvarar koma saman og syngja fyrir hvern annan.

  Eftir námskeiðið

  Söngvarinn ætti að hafa fengið meiri ánægju af því að syngja, öðlast meiri þekkingu á hinum mismunandi tónlistarstílum og þekkja sína rödd betur. Einnig að hafa fengið meira sjálfstraust og öryggi í framkomu, lært að syngja í hóp og vera meðvitaðri um mikilvægi túlkunar í söng.

  • HVENÆR: Tímarnir verða á fimmtudögum kl. 17:00-18:00
  • LENGD NÁMSKEIÐS: 12 vikur 
  • FULLT VERÐ: 59.000 kr. (hægt er að skipta í 3 greiðslur, 13.000 á mánuði)
  • STAÐFESTINGARGJALD: 20.000 kr. greiðist við skráningu
  • Hægt er að nýta frístundarstyrkinn bæði hjá Reykjavíkurborg og Kópavogi. 

  NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST Í SEPTEMBER 2017

  (Nánar auglýst síðar)

  Einkatímar

  Keyptu stakan tíma eða söngkort

  Fyrir hverja?

  Hentar þeim sem vilja koma í eitt og eitt skipti og ráða sjálfri hversu langt líður á milli tíma eða vera í einkatímum einu sinni í viku yfir alla önnina. Einkatímar henta fyrir bæði byrjendur og lengra komna söngvara.

   

  Hvað lærir söngvarinn?

  Í einkatímunum er tíminn sniðinn að þörfum hvers og eins. Það er því mjög mismunandi hverjar áherslurnar eru hjá hverjum og einum, en það sem gæti verið unnið með eru til dæmis eftirfarandi atriði:

  • Grunnatriði í Complete Vocal Technique
  • Raddgírarnir fjórir (Neutral, Curbing, Overdrive og Edge)
  • Breiðara raddsvið og/eða raddstyrkur
  • Raddlitur og blæbrigði raddarinnar
  • Túlkun
  • Míkrafónatækni
  • Spuni, taktur og hendingamótun
  • Effektar
  • Lausnir við raddvandamálum
  • Persónuleg framför söngvarans

  Söngvarinn kemur sjálfur með lag sem hann vill vinna með í tímanum sem er 45 mínútur.

   

  VERÐ Á SÖNGKORTUM:

  • STAKUR TÍMI: 8.000 kr. 
  • 3 TÍMAR: 22.500 kr. 
  • 5 TÍMAR: 36.500 kr. 
  • 12 TÍMAR (ÖNNIN): 89.900 kr. (Staðfestingargjald kr. 30.000 - hægt að skipta í 3 greiðslur kr. 20.000 á mánuði) Þeir sem eru alla önnina hafa tækifæri á að koma fram á lokatónleikum skólans og innifalið er ein æfing með píanista fyrir þá. 

  Kórsöngvarinn (nýtt)

  Fyrir metnaðarfulla kórsöngvara

   

  Fyrir hverja?

  Námskeiðið er sniðið að þeim söngvurum sem syngja með hinum fjölmörgu kórum sem starfræktir eru á landinu, eða eru að stefna á að sækja um að komast í kór. Einnig er það opið öðrum söngvurum sem vilja læra að lesa nótur. Námskeiðið hentar þeim sem vilja fá grunnkennslu í raddbeitingu og tónfræði/nótnalestri á einu helgarnámskeiði. Tónfræðin miðast við að þátttakendur séu byrjendur með enga eða ekki mikla þekkingu.

   

  Hvað lærir söngvarinn?

   

  Raddbeiting:

  • Grunnatriðið í Complete Vocal Technique
  • Öndun og stuðningur
  • Raddstyrkur og breiðara raddsvið
  • Lausnir við raddvandamálum
  • Syngja í röddum
  • Aukið öryggi og kynnast sinni rödd betur

  Tónfræði/nótnalestur

  • Lengdargildi nótna
  • Tóntegundir og formerki (dúr og moll)
  • Nótnaskrift (styrk- og hraðamerkingar)
  • Taktboðar
  • Tónbil
  • Hrynmyndir
  • Æfingar í nótnalestri

  Eftir þetta námskeið verður enginn fullnuma í tónfræði eða nótnalestri. En söngvarinn ætti samt sem áður að hafa fengið betri innsýn og skilning á því hvernig eigi að lesa nótur og hvernig eigi að tileinka sér heilbrigða og góða raddbeitingu.

   

  Hvernig er námskeiðið uppbyggt?

  Þetta er helgarnámskeið þar sem farið er yfir mjög mikið efni á stuttum tíma.

  Á laugardegi kl. 10-14 er farið í tónfæði/nótnalestur og á sunnudegi kl. 10-14 er kennt í hóp og farið í raddbeitingu og undirstöðuatriðin í Complete Vocal Technique. Eftir hóptímann á sunnudeginum verður svo haldinn “masterclass” og geta þá þeir sem vilja prófa tæknina á eigin rödd komið með undirbúið lag og unnið með kennara.

   

  Hægt er að velja um fjórar námsleiðir:

  1. Raddbeiting eða Tónfræði/nótnalestur: 5.900 kr.
  2. Raddbeiting + Tónfræði/nótnalestur: 9.900 kr. 
  3. Raddbeiting + Masterclass: 10.900 kr. 
  4. Raddbeiting + Tónfr./nótnal. + Masterclass: 14.900 kr. 
  • INNIFALIÐ: Kennslugögn
  • Hægt er að nýta styrki hjá öllum helstu stéttarfélögum

  NÆSTA NÁMSKEIÐ: 6. og 7. maí 2017

  Kvennakór Vocalist

  Komdu og vertu með!

  Fyrir hverja?

  Fyrir hressar konur sem vilja hitta aðrar konur eitt kvöld í viku, syngja saman og hafa gaman. Kórinn er opinn bæði þeim sem eru í söngnámi hjá Vocalist, en einnig er hægt að vera bara með í kórnum.

   

  Um kórinn:

  Kórinn hóf starfsemi sína í október 2015 og hafa nú þegar haldið sína fyrstu tónleika sem voru í maí 2016. Þetta er hress og skemmtilegur kór þar sem áherslan er lögð á létta og lifandi tónlist, svo sem popp, dægurlög, söngleiki oflr. Stefnt er að því að fara á hverri önn í æfingabúðir yfir helgi eitthvað útá land. Þetta er frábær félagsskapur!!

  • HVENÆR: Æfingar eru á mánudagskvöldum kl. 20-22
  • FULLT VERÐ: 25.000 kr. önnin (má skipta í 2 greiðslur)
  • VERÐ FYRIR VOCALIST SÖNGVARA: 18.000 kr. (fyrir þá sem eru á 12 vikna námskeiði hjá Vocalist.)
  • ALDURSTAKMARK: 18 - 65 ára. 

  RADDPRUFUR VERÐA HALDNAR Í SEPTEMBER 2017 (Nánar auglýst síðar)

  Raddbeiting fyrir talrödd

   Hentar þeim sem þurfa að nota talrödd í leik og starfi og vilja tileinka sér heilbrigða raddbeitingu. 

  Tímasetningar verða auglýstar síðar, en einnig geta fyrirtæki og vinnustaðir haft samband og pantað námskeið.

   

  Raddþreyta og hæsi er algengur og slæmur fylgikvilli meðal kennara, íþróttaþjálfara, presta, stjórnmálamanna, leikara oflr. Þess vegna er mikilvægt að tileinka sér góða og heilbrigða raddbeitingu áður en vandamál fara að koma fram eins og hæsi, vöðvaspennur eða önnur óþægindi.

  Kennt er eftir Complete Vocal Technique, en sú tækni er mikið notuð meðal söngvara um alla Evrópu, en sömu tæknilegu lögmál gilda einnig þegar unnið er með talröddina. Með þessari tækni átt þú að geta náð fram öllum þeim hljóðum sem röddin getur gert á heilbrigðan hátt.

   

  Á námskeiðinu eru útskýrð atriði eins og öndun og stuðningur, talað um staðsetningu raddarinnar og hvernig er gott að beita henni miðað við þann styrk sem við notum þegar við þurfum að tala hátt og skýrt.

   

  Námskeiðið er 3 klst. og er í fyrirlestrarformi en einnig eru gerðar léttar og skemmtilegar æfingar til að finna tæknina í eigin rödd.

 • FRÉTTIR

  Hér getur þú séð hvað er um að vera hjá Vocalist

 • Umsagnir

  Þetta höfðu þau að segja um námið hjá Vocalist

  Margrét Grímsdóttir

  Vocalist söngvari frá 2014

  Haustið 2014 ákvað ég að láta gamlan draum rætast og fara í söngnám. Ég hafði nánast ekkert sungið í 30 ár, og því var mikil áskorun að mæta til Sólveigar í prufutíma og pína upp úr mér einhverja tóna.

  Í stuttu máli var þetta svo jákvætt og skemmtilegt að ég skráði mig á hópnámskeið hjá henni og endaði svo önnina á að stíga út úr öllum þægindarömmum og syngja fyrir framan hóp af fólki!

  Sólveig er einstakur kennari, er alltaf með stuðninginn, hvatninguna, og notar kennslutæknina "Complete Vocal Technique" sem hefur komið mér miklu lengra en ég hefði þorað að láta mér detta í hug. Sólveig gefur nemendum sínum alla stjórnina, og styður okkur í þá átt sem við viljum fara, því sem við viljum breyta og bæta auk þess að koma með mjög gagnlegar ábendingar fyrir okkur.

   

  Að fara í söngnám til Sólveigar/Vocalist er eitt það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig í mörg ár.

   

  Árni Ingimarsson

  Vocalist söngvari frá 2014

  Mér finnst frábært að vera í tímum hjá Sólveigu því maður er að þessu fyrir sjálfan sig en ekki hana. Hún hefur náð að breyta röddinni mini mikið og einnig öryggi í að koma fram. Kem klárlega í haust.

  Takk fyrir mig.

  Dorothea Pálsdóttir

  Vocalist söngvari frá 2015

  Það var besta ákvörðun sem ég tók í langan tíma að byrja hjá VOCALIST. Sjálfstraustið rauk upp og ég er loksins að gera eitthvað bara fyrir mig og er að skemmta mér vel. Mér leið alltaf mjög vel. Sólveig er frábær og mest jákvæða manneskja í geimi. Það skiptir engu máli hversu illa ég syng, hún lætur mig aldrei líða illa. Ég mæli hiklaust með Vocalist.

  Arna Ösp E. Ómarsdóttir

  Vocalist söngvari frá 2014

  Ég er búin að læra mest að stjórna röddinni minni betur, ég var ekkert rosalega góð í því áður en ég kom hingað. En núna finnst mér ég vera betri í eiginlega öllu. Mér finnst Solla líka hafa gert mig að betri manneskju og hjálpar mér með allt. Endilega koma í Vocalist, þetta er rosa gaman!

  Heiðrún Birna Rúnarsdóttir

  Vocalist söngvari frá 2015

  Mér finnst frábært hvað tæknin CVT er í rauninni auðveld og hvað það er auðvelt að tileinka sér hana. Ég er t.d. farin að vinna mikið með effekta sem ég hafði ekki spáð í áður og einnig hef ég fengið meiri styrk í röddina. Námið hefur gefið mér sálfsöryggi í söng, mikla gleði og mér finnst mjög gaman að koma í tímana og hlakka alltaf til. Svo skemmir það náttulega ekki fyrir hvað Solla er brjálæðislega þolinmóð og frábær!

  Ingibjörg Tómasdóttir

  Vocalist söngvari frá 2015

  Það er búið a vera rosalega gaman í vetur. Við byrjuðum hópur saman í haust og höfum svo nokkur haldið hópinn saman í vetur. Við syngjum svo lögin og Solla hjálpar okkur með þau. Hún byrjar alltaf að spyrja okkur hvað við viljum gera við lagið og hvað hún geti hjálpað okkur með. Þannig reynir hún að fá fram það er að okkur langar að gera og þetta er bara frábær tækni. Ég á ekki orð yfir það hvað þetta hefur verið skemmtilegt og hvað það hefur verið mikill árangur.

  Magdalena Marta Radwanska

  Vocalist söngvari frá 2014

  Mér finnst mjög mikill kostur að maður kynnist Sollu mjög vel þannig að maður þorir að gera mistök og maður þorir að reyna og leggja sig allan fram í það sem maður er að gera. Ég hef bætt mig mjög mikið síðan ég byrjaði og ég heyri það þegar ég hlusta á gamlar upptökur. Ég hef líka byggt upp mjög mikið sjálfstraust þegar ég er að koma fram. Ég mæli mjög mikið með Vocalist, þetta er æðislegur skóli.

  Tindra Gná Birgisdóttir

  Vocalist söngvari frá 2015

  Mér finnst þetta bara ótrúlega gaman. Námið hefur gefur mér meiri tækifæri og möguleika og svo er ég búin að kynnast fullt af krökkum líka og eignast nýja vini. Ef þig langar að syngja, þá er eitthvað hérna fyrir alla, hvort sem þú ert unglingur, krakki eða fullorðinn, þú getur alltaf fundið þér eitthvað hérna.

  Vera Sif Brynjudóttir

  Vocalist söngvari frá 2015

  Ég heillaðist mjög mikið af CVT af því að ég þurfti ekki þá endilega að velja klassískt og mig langaði til að syngja aðra söngstíla. Ég hef mikið bætt mig og ég get sungið miklu sterkar núna og með breiðara raddsvið. Námið hefur gefið mér mjög mikla ánægju og mér hefur farið mjög mikið fram.

 • VIDEO

  Hér getur þú séð hvað er um að vera hjá Vocalist söngvurum

  Magdalena

  Tindra Gná

  Heiðrún

  Arna Ösp​

 • skilmálar

  • Staðfestingargjald greiðist við skráningu og er óendurkræft.
  • Skólagjöld fást ekki endurgreidd.
  • Skólagjöldum er hægt að skipta í mest 3 greiðslur og eru gjalddagar eftirfarandi:

  Fyrir haustönn: 1. október, 1. nóvember og 1. desember
  Fyrir vorönn: 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl.

  • Forföll: Ef Vocalist söngvari forfallast er kennaranum ekki skilt að bæta upp tímann. Ef kennari forfallast er honum skilt að bæta söngvara upp tímann. Ef einkatími er afbókaður innan 24 klukkustunda skal greitt fyrir hann að fullu.
  • Systkinaafsláttur: Í þeim tilfellum sem systkini undir 18 ára aldri stunda nám hjá Vocalist skal veittur 20% afsláttur fyrir annað systkin. (Gildir ekki með tilboðum.)

   

   

 • SKRÁNING

   

  Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram í skilaboðum:

  • Kennitala söngvarans. 
  • Upplýsingar um forráðamann ef söngvari er undir 18 ára. 
  • Hvaða námskeið viltu skrá þig á? / Hversu marga einkatíma viltu kaupa? 

  Haft verður samband mjög fljótlega til að staðfesta skráningu.

 • HÉR ER VOCALIST

  Facebook

   

  Fylgstu með Vocalist á Facebook

   

  Youtube

   

  Hlustaðu á Vocalist söngvarana

   

  Sími

   

  694 3964

   

  Email

   

  vocalist@vocalist.is

   

  Heimilisfang

   

  Laugavegur 178

  4. hæð

  105 Reykjavík

All Posts
×