• VELKOMIN Í VOCALIST

    Hjá söngskólanum Vocalist er leitast við að draga það besta fram úr hverri rödd og að einstaklingurinn nái sem mestum persónulegum árangri. Söngnámið ætti að henta öllum því námið er mjög einstaklingsmiðað. Mikið er lagt upp úr að efla sjálfstraust og öryggi bæði hjá börnum og fullorðnum og eru námskeiðin sett upp með það í huga. Kenndir eru allir söngstílar, allt frá klassík til þungarokks og hentar námið bæði byrjendum og lengra komnum söngvurum.

    Söngkennslan byggist upp á tækninni Complete Vocal Technique sem er orðin ein útbreiddasta raddtækni í Evrópu í dag.

    Hér má kynna sér nánar CVT.

     

    Söngskólinn Vocalist hefur verið starfræktur síðan haustið 2014 og var stofnað af Sólveigu Unni Ragnarsdóttur. Í fyrstu hafði skólinn aðsetur að Laugarvegi 178, en um haustið 2017 flutti skólinn í Síðumúla 8 þar sem kennsla fer fram að mestu, en einnig er kennt í Víkurhvarfi 1 í Kópavogi.

    Við hlökkum til að taka vel á móti þér og hjálpa þér að komast nær þínum markmiðum.

  • NÁMSLEIÐIR OG SKRÁNING

    Hjá Vocalist finnur þú námskeið og einkatíma fyrir bæði börn og fullorðna.

    Smelltu á hnappinn til að finna það sem hentar fyrir þig.

  • KENNARAR OG STARFSFÓLK

    broken image

    Sólveig Unnur Ragnarsdóttir

    Eigandi og söngkennari

    Sólveig Unnur Ragnarsdóttir hefur kennt söng frá árinu 2009. Hún hóf sinn söngkennaraferil við Tónlistarskóla Vestmannaeyja og starfaði þar til ársins 2014. Þá flutti hún aftur til Reykjavíkur og stofnaði söngskólann Vocalist.

    Sólveig byrjaði aðeins 5 ára að læra á hljóðfæri, fyrst fiðlu og síðar píanó, en hóf síðan söngnám við Söngskólann í Reykjavík árið 1996. Þar lauk hún einsöngvaraprófi í klassískum söng (DipABRSM) árið 2003 og söngkennaraprófi (DipLRSM) árið 2005. Árið 2012 hóf hún síðan 3. ára kennaranám í Complete Vocal Technique við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og er nú viðurkenndur kennari í þeirri tækni.

    Sólveig hefur haldið fjölda söngtónleika og hefur reynslu af að syngja fjölbreytta stíla. Hún hefur sungið með hljómsveitum, við kirkjulegar athafnir og komið fram við ýmis tilefni. Sólveig stjórnar Kvennakór Vocalist en einnig hefur hún verið fengin til að raddþjálfa fleiri kóra. Hún hefur einnig starfað sem tónmenntakennari fyrir Tóney frá árinu 2018. Í desember 2018 lauk Sólveig nám í Markþjálfun við Evolvia og býður einnig uppá einstaklings markþjálfun og námskeið því tengdu.

    broken image

    Bjartmar Þórðarson

    Söngkennari

    Bjartmar Þórðarson er söngvari, leikari og leikstjóri með gríðarlega fjölbreytta reynslu, bæði á sviði sem og bakvið tjöldin. Hann lærði leiklist í Webber Douglas Academy of Dramatic Art í London, hefur leikið í fjölda sýninga hérlendis og hefur komið fram víða sem söngvari. Bjartmar hefur verið duglegur við að gefa út eigin tónlist undanfarið, gaf út fyrstu lögin af sólóplötunni Deliria á árinu 2017 og stefnir á frekari landvinninga í þeim efnum á komandi ári. Bjartmar hefur stundað nám í Complete Vocal tækni í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan sem viðurkenndur kennari í þeirri tækni árið 2020.

    broken image

    Arna Rún Ómarsdóttir

    Söngkennari

    Arna Rún útskrifaðist sem viðurkenndur Complete Vocal Technique (CVT) kennari við Complete Vocal Institute (CVI) vorið 2015. Hún byrjaði að starfa sem söngkennari og raddþjálfari árið 2012 og hefur síðan þá rekið tvo söngskóla og kennt í ýmsum skólum og stofnunum, þar á meðal Kvikmyndaskóla Íslands. Fyrstu kynni hennar af söngnámi voru við Nýja söngskólann Hjartansmál (nú Söngskóli Sigurðar Demetz) þar sem hún lauk 3. stigi í klassískum einsöng. Meðfram mastersnáminu hóf Arna nám í Tónlistarskóla FÍH og lauk þar Miðprófi í Jazz söng árið 2011. Í FÍH kynntist Arna Complete Vocal Technique að alvöru. Það fyrsta sem heillaði hana við þessa söngtækni var það að CVT er byggð á rannsóknum og vísindum sem snúast að röddinni og heilbrigði hennar. Hún sá einnig mikla möguleika í tækninni til að kenna fólki að læra heilbrigða raddbeitingu á skýran og skilvirkan hátt. Á sínum ferli sem söngkennari og raddþjálfi hefur Arna öðlast yfirgripsmikla þekkingu á kennslu tengdri röddinni þar sem hún hefur kennt söngvurum á öllum aldri og af öllum reynslustigum, frá algjörum byrjendum til atvinnusöngvara, sem og haldið námskeið í heilbrigðri raddbeitingu fyrir ýmsa aðila m.a. presta, kennara og þjálfara Dale Carnegie

    broken image

    María Dalberg

    Leiklistar og jógakennari

    María Dalberg er menntuð leikkona og jógakennari. Hún lærði leiklist í Drama Centre London og útskrifaðist þaðan vorið 2008 og hefur síðan þá leikið bæði á sviði, sjónvarpi og kvikmyndum. Hún tók 6. stig á fiðlu í Tónlistarskólanum í Reykjavík og tók söngnámsskeið hjá Heru Björk í Complete Vocal Technique árið 2011. Þegar hún var í leiklistarnáminu kynntist hún Vinyasa jóga og hugleiðslutækni. Hún kolféll fyrir jóga og lauk kennaranámi í jóga vorið 2013 í Yoga Shala og hefur kennt fullorðnum og börnum jóga síðan þá. Árið 2019 bætti hún við sig kennararéttindum í Baptiste Power Yoga sem er kraftmikið jóga sem samanstendur af jógaæfingum, hugleiðlu og sjálfsvinnu. Hún tók kennararéttindi í Yoga Nidra eða jógasvefn sem hún lærði hjá Kamini Desai í Jógasetrinu árið 2019. Árið 2022 útskrifaðist hún svo með diplómu í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands.

    María kennir börnum og fullorðnum jóga og leiklist í Vocalist og leggur áherslu á leikgleði, sköpun og vöxt hvers og eins. Hún notast við sögur og leiki til að miðla boðskap jógafræðanna og kenna jógastöður ásamt hugleiðslu.

    broken image

    Jón Ingimundarson

    Píanóleikari

    Jón hefur spilað á ásláttarhljóðfæri síðan árið 1993 þegar hann hóf orgelnám 7 ára gamall. Það nám þróaðist skömmu síðar út í klassískt píanónám sem hann lagði stund á þangað til árið 2002 þegar menntaskólaaldri var náð.

    Í menntaskóla spilaði Jón með samnemendum sínum við ýmis tækifæri, t.a.m. við leiksýningar og söngleiki. Eftir menntaskóla skráði hann sig í jazz-píanónám við Tónlistarskóla FÍH þar sem hann lærði hinar ýmsu tónlistarstefnur og afbrigði og útskrifaðist þaðan árið 2015. Skólaárið 2012-2013 tók hann sér hlé frá námi og kenndi píanóleik og söng við Grunn- og Tónskóla Hólmavíkur.

    Jón hefur verið virkur í tónlistarlífinu og spilað í skírnum, árshátíðum, stórsveitum, rokkböndum, jazzböndum, kórum, sönghópum, giftingum, coverböndum o.fl. og undanfarið spilað undir hjá söngskóla Vocalist.

    broken image

    Sindri Reyr Einarsson

    Markaðsmál og myndbandagerð

    Sindri hefur komið víða við á sínum ferli. Hann sleit barnskónum í videodeild Fíladelfíu kirkjunnar þar sem hann hefur verið frá árinu 1999-2020. Þar fékk hann mörg tækifæri til að spreyta sig meðal annars í uppsetningu myndstjórnar, lýsingu, tæknistjórn og upptökustjórn. Hann starfaði sem tæknistjóri hjá RUV í aðalstjórn 1999-2003, hjá Lindinni 2000-2007, sem tökumaður og klippari hjá Fasteignarsjónvarpinu árið 2005, dagskrárkynningar klippari hjá Skjá einum 2006 og sem verktaki hjá hinum ýmsu framleiðslufyrirtækjum 2007-2013. Sindri útskrifaðist sem Margmiðlunartæknir frá Borgarholtsskóla árið 2007. Sindri hefur tekið að sér margskonar verkefni í gegnum tíðina. Má þar nefna grafíkvinnslu, dagskrá klippingu, upptöku, ljósa lýsingu, tæknistjórn, gerð tónlistarmyndbanda, fjöl kameruvinnslu, íþróttaviðburði, auglýsingar, hljóðvinnslu, upptökustjórn í útsendingu, CCU keyrslu, skipulagningu á upptökum og keyrslu á krana. Árið 2014 til dagsins í dag hefur Sindri starfað hjá Stöð 2 sem umsjónarmaður ENG/EFP og er auk þess upptökumaður í dagskrágerð og fréttum. Sindri sér um myndatökur, auglýsingagerð og hönnun hjá Vocalist.

  • HAFA SAMBAND

    Síðumúli 8 og Víkurhvarf 1
    Mánudag - Föstudag kl. 10-18
    694 3964
  • KYNNINGARMYNDBÖND VOCALIST

  • ÞETTA HÖFÐU ÞAU AÐ SEGJA UM NÁMIÐ

    "Mér finnst frábært hvað tæknin CVT er í rauninni auðveld og hvað það er auðvelt að tileinka sér hana. Ég er t.d. farin að vinna mikið með effekta sem ég hafði ekki spáð í áður og einnig hef ég fengið meiri styrk í röddina. Námið hefur gefið mér sálfsöryggi í söng, mikla gleði og mér finnst mjög gaman að koma í tímana og hlakka alltaf til. Svo skemmir það náttulega ekki fyrir hvað Solla er brjálæðislega þolinmóð og frábær!"

    - Heiðrún Birna Rúnarsdóttir

    "Það er búið a vera rosalega gaman í vetur. Við byrjuðum hópur saman í haust og höfum svo nokkur haldið hópinn saman í vetur. Við syngjum svo lögin og Solla hjálpar okkur með þau. Hún byrjar alltaf að spyrja okkur hvað við viljum gera við lagið og hvað hún geti hjálpað okkur með. Þannig reynir hún að fá fram það er að okkur langar að gera og þetta er bara frábær tækni. Ég á ekki orð yfir það hvað þetta hefur verið skemmtilegt og hvað það hefur verið mikill árangur."

    - Ingibjörg Tómasdóttir

    Sólveig er einstakur kennari, er alltaf með stuðninginn, hvatninguna, og notar kennslutæknina "Complete Vocal Technique" sem hefur komið mér miklu lengra en ég hefði þorað að láta mér detta í hug. Sólveig gefur nemendum sínum alla stjórnina, og styður okkur í þá átt sem við viljum fara, því sem við viljum breyta og bæta auk þess að koma með mjög gagnlegar ábendingar fyrir okkur.

    Að fara í söngnám til Sólveigar/Vocalist er eitt það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig í mörg ár.

    - Margrét Grímsdóttir

    Að skrá mig í vocalist er ein besta ákvörðum sem ég hef tekið á ævinni. Ég hafði áhuga á því að syngja áður en ég skráði mig, en eftir að hafa verið í þessu námi þá fór söngur frá áhugamáli yfir í það sem mig langar að reyna vinna við. Ef sá sem er að lesa þetta er að hugsa „mig langar að skrá mig en ég er ekki alveg að þora því“ þá var ég í nákvæmlega sömu sporum og það tók mig langan tíma að þora, en mitt ráð er bara að skrá sig því þú munt ekki sjá eftir því.

    - Ólafur Páll Kristjánsson

    Mig hefði aldrei órað fyrir því hversu skemmtilegt þetta nám gæti verið. Ég lærði svo margt hvað varðar raddbeitingu og líkamstjáningu og hef ég mikinn áhuga á því að skrá mig í áframhaldandi nám hjá Vocalist. Ég mæli hiklaust með þessu námi, láta drauminn rætast!

    - Guðbjörg Finnbogadóttir

    Vocalist er frábær skóli til að læra sinn eigin smekk í söng. Þú finnur þitt hljóðfæri þarna og færð frábæran kennara til að leiðbeina þér. Ef skólinn fengi stjörnur fengi hann 6 af 5 frá mér. Besta söngnám sem ég hef farið í.

    - Stefán Óskar Hólmarsson

    "Ég heillaðist mjög mikið af CVT af því að ég þurfti ekki þá endilega að velja klassískt og mig langaði til að syngja aðra söngstíla. Ég hef mikið bætt mig og ég get sungið miklu sterkar núna og með breiðara raddsvið. Námið hefur gefið mér mjög mikla ánægju og mér hefur farið mjög mikið fram."

    - Vera Sif Brynjudóttir

  • VIÐ ERUM LÍKA HÉR

    broken image
    broken image
    broken image