Komdu út úr skelinni!
Viltu standa sterkari gegn framkomukvíða?
Viltu auka sjálfstraustið?
Viltu vera óhræddari við að láta rödd þína heyrast?
Viltu finna barnið í sjálfum þér?
Viltu læra praktískar aðferðir til að róa taugakerfið í krefjandi aðstæðum?
Á þessu 4 vikna námskeiði munum við vinna að því að losa um hömlur, hvernig við tileinkum okkur örugga og góða raddbeitingu, þjálfum okkur í að koma fram fyrir framan aðra og leyfa okkar rödd að heyrast hvar og hvenær sem er. Við lærum hagnýtar aðferðir sem nýtast okkur þegar framkomukvíðinn tekur yfir og síðast en ekki síst ætlum við að finna barnið í okkur með því að fara í ýmsa skemmtilega leiki, sem vonandi fá okkur til að hlæja og gleyma okkur í gleðinni.
Þú færð í hendurnar hagnýt verkfæri í verkfærakistuna þína sem þú getur nýtt þér til að róa taugakerfið í hinum ýmsum aðstæðum svo sem sviðsframkomu, ræðuhöldum, atvinnuviðtölum og samskiptum. Þér verður leiðbeint í gegnum ýmsar aðferðir í öruggu umhverfi til að takast á við framkomukvíða þannig að það sé ekki lengur að halda aftur af þér að blómstra til fulls og láta draumana þína rætast. Við rannsökum einnig röddina og hvaða möguleika hún hefur uppá að bjóða. Aðferðirnar sem notast verður við eru td. öndun, jóga, núvitund, leiklistarspuni, markþjálfun og Complete Vocal Technique. Einnig er fræðsla um þau líkamlegu einkenni sem eiga sér stað þegar við upplifum framkomukvíða og við lærum hagnýtar aðferðir sem við getum nýtt okkur þegar við þurfum á að halda.
Fyrir hverja?
Markmið námskeiðsins
Praktískar upplýsingar
VOCALIST © 2014