• Komdu út úr skelinni

  Viltu auka sjálfstraustið?
   

  Viltu verða sterkari gegn kvíða, feimni og/eða lágu sjálfsmati?

  Viltu verða óhræddari við að láta rödd þína heyrast?

   

  Vocalist býður núna upp á 12 klst. námskeið þar sem þér er gefið öruggt umhverfi, kröftugar aðferðir og árangursríkar, verklegar æfingar - til að kynnast þér og styrkleikum þínum á nýjan hátt og hvernig þú getur nýtt þér þá og hæfileika þína betur.

  Þér er leiðbeint í gegnum ýmsar aðferðir til að takast á við kvíða og feimni, þannig að það sé ekki lengur að halda aftur af þér að láta draumana þína rætast.

  Þú færð fjölbreytta og verklega þjálfun í að byggja upp sjálfstraust þitt á ýmsum sviðum og um leið gefið rými til að taka örugg skref út fyrir þægindarammann þannig að þú finnir fyrir innri styrk þínum og hvernig sjálfstraust byrjar að aukast jafnt og þétt í daglega lífi þínu. Þér gefst kostur á að prufa þig áfram í öruggu umhverfi til að tala fyrir framan aðra þannig að þú finnir hversu auðveldara það verður að láta í þér heyra þar sem þú vilt, hvenær og hvar sem er.

  Fyrir hverja?

  • þá sem eru feimnir
  • þá sem eru með lágt sjálfsmat
  • þá sem eru að leita að kjarnanum í sjálfum sér
  • þá sem vilja ná markmiðum sínum
  • þá sem þurfa aukið öryggi í framkomu
  • þá sem hafa áhuga á að skoða sjálfa sig og verða betri í samskiptum bæði í vinnu og einkalífi.

  Markmið námskeiðsins

  • Að þú öðlist betra aðgengi að styrkleikum þínum.
  • Að þú upplifir betra stjálfstraust.
  • Að þú verðir óhræddari við að láta þína rödd heyrast.
  • Að þú lærir praktískar aðferðir til að takast á við kvíða og
   stíga út fyrir þæginda-rammann þinn.
  • Að þú upplifir öryggi í að tala fyrir framan aðra.
  • Að þú látir ekki feimni og lágt sjálfsmat stöðva þig í að láta drauma þína rætast.
  • Að þú kynnist kjarna þínum betur.
  • Að þér takist að komast ÚT ÚR SKELINNI.

  Hvernig er námskeiðið uppbyggt

  • Námskeiðið er í 4 vikur og byggist upp á  fjórum 3 klst hóptímum einu sinni í viku.
  • Á námskeiðinu er notast við öflugar markþjálfunar-aðferðir, hugræna atferlismeðferð, heimspeki, spunaæfingar, faglega raddbeitingu (Complete Vocal technique), jóga og núvitund.
  • Kennari námskeiðsins er Sólveig Unnur Ragnarsdóttir, eigandi söngskólans Vocalist frá 2014, en hún hefur starfað sem söngkennari í 10 ár og starfar einnig sem kórstjóri, tónmenntakennari og markþjálfi (ICF).

  Praktískar upplýsingar

  • HVENÆR: xxxxxdaga kl. xx:xx - xx:xx 
  • HÁMARKSFJÖLDI: 12 í hverjum hóp
  • LENGD NÁMSKEIÐS: 12  klst, skipt í 4 lotur (3 klst í senn)
  • FULLT VERÐ: xxxxxx kr. (hægt að skipta í mest 3 greiðslur)
  • STAÐFESTINGARGJALD: xxxxx kr. greiðist við skráningu og er óafturkræft
  • STYRKIR: Hægt er að nýta styrki hjá öllum helstu stéttarfélögum
  • Einnig í boði fyrir unga fólkið (13 - 15 ára)
  NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST xx. JANÚAR 2020
   

   

 • VIÐ ERUM HÉR

  Facebook

   

   

  Youtube

   

   

  Instragram

   

  S. 694 3964

  vocalist@vocalist.is