• Komdu út úr skelinni!

    Viltu standa sterkari gegn framkomukvíða?

    Viltu auka sjálfstraustið?

    Viltu vera óhræddari við að láta rödd þína heyrast?

    Viltu finna barnið í sjálfum þér?

    Viltu læra praktískar aðferðir til að róa taugakerfið í krefjandi aðstæðum?

     

    Á þessu 4 vikna námskeiði munum við vinna að því að losa um hömlur, hvernig við tileinkum okkur örugga og góða raddbeitingu, þjálfum okkur í að koma fram fyrir framan aðra og leyfa okkar rödd að heyrast hvar og hvenær sem er. Við lærum hagnýtar aðferðir sem nýtast okkur þegar framkomukvíðinn tekur yfir og síðast en ekki síst ætlum við að finna barnið í okkur með því að fara í ýmsa skemmtilega leiki, sem vonandi fá okkur til að hlæja og gleyma okkur í gleðinni.

     

    Þú færð í hendurnar hagnýt verkfæri í verkfærakistuna þína sem þú getur nýtt þér til að róa taugakerfið í hinum ýmsum aðstæðum svo sem sviðsframkomu, ræðuhöldum, atvinnuviðtölum og samskiptum. Þér verður leiðbeint í gegnum ýmsar aðferðir í öruggu umhverfi til að takast á við framkomukvíða þannig að það sé ekki lengur að halda aftur af þér að blómstra til fulls og láta draumana þína rætast. Við rannsökum einnig röddina og hvaða möguleika hún hefur uppá að bjóða. Aðferðirnar sem notast verður við eru td. öndun, jóga, núvitund, leiklistarspuni, markþjálfun og Complete Vocal Technique. Einnig er fræðsla um þau líkamlegu einkenni sem eiga sér stað þegar við upplifum framkomukvíða og við lærum hagnýtar aðferðir sem við getum nýtt okkur þegar við þurfum á að halda.

    Fyrir hverja?

    • Þá sem þurfa að nota röddina í tali eða söng
    • Þá sem eru feimnir
    • Þá sem eru með lágt sjálfsmat
    • Þá sem vilja ná markmiðum sínum og blómstra
    • Þá sem þurfa aukið öryggi í framkomu
    • Þá sem vilja brjótast útúr skelinni
    Athugið að námskeiðið er ekki einungis ætlað söngvurum eða tónlistarfólki. Allir eru velkomnir að skrá sig!

    Markmið námskeiðsins

    • Að þú öðlist betra aðgengi að styrkleikum þínum.
    • Að þú upplifir betra stjálfstraust.
    • Að þú fáir gagnleg verkfæri í verkfærakistuna þína
    • Að þú verðir óhræddari við að láta þína rödd heyrast.
    • Að þú lærir praktískar aðferðir til að takast á við framkomukvíða og
      stíga út fyrir þægindarammann þinn.
    • Að þú upplifir öryggi í að tala fyrir framan aðra.
    • Að þú látir ekki feimni og lágt sjálfsmat stöðva þig í að láta drauma þína rætast og blómstra
    • Að þér takist að komast ÚT ÚR SKELINNI.

    Praktískar upplýsingar

    • HVENÆR: Miðvikudaga kl. 19:00 - 20:30
    • HÁMARKSFJÖLDI: 15 í hverjum hóp
    • LENGD NÁMSKEIÐS: 4 vikur, samtals 6 klukkustundir
    • FULLT VERÐ: Almennt verð: 29.500 kr.                                                                                          Verð fyrir Vocalist söngvara: 24.500 kr.
    • STAÐFESTINGARGJALD: 20% af heildarverði og er óafturkræft. Ef afbókun berst áður en námskeiðið hefst er mismunurinn endurgreiddur. Eftir að námskeið hefst eru skólagjöld óafturkræf.
    • STYRKIR: Hægt er að nýta styrki hjá öllum helstu stéttarfélögum
    NÆSTA NÁMSKEIÐ NÁNAR AUGLÝST SÍÐAR
     

     

  • ÞÚ FINNUR OKKUR LÍKA HÉR