• SÖNGUR OG SJÁLFSTYRKING

    Helgarnámskeið

    Söngsmiðja fyrir 8 - 12 ára

    Námskeiðslýsing

    Skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið fyrir 8-12 ára þar sem tvinnast saman söngur, leiklist, jóga/öndun og markþjálfun. Markmiðið með námskeiðinu er að hver einstaklingur fái að blómstra og vaxa í gegnum söng og leiklist og er mikil áhersla lögð á að byggja upp sjálfstraust einstaklingsins. Hver dagur byrjar með léttum jógaæfingum og öndunaræfingum til að setja tóninn fyrir það sem koma skal. Eftir það verða gerðar skemmtilegar leiklistar og söngæfingar og hver og einn velur sér eitt lag til að vinna með á námskeiðinu af lagalista sem sendur verður út fyrir námskeiðið. Einnig förum við í markþjálfun þar sem við styrkjum góða sjálfsmyndi og jákvætt hugarfar.

    Tekið verður fyrir ákveðið þema á hverju námskeiði sem verður í aðalhlutverki bæði Í lagavalinu og sjálfsstyrkingar æfingunum. Alltaf er valið nýtt þema fyrir hvert námskeið þannig að hægt verður að koma aftur og aftur.

     

    Þema fyrir námskeiðið 1. og 2. október verður:

     

    Nánar aulýst síðar!

     

    Í lok námskeiðis fá svo foreldrar að koma og sjá afraksturinn af námskeiðinu (ef Covid leyfir). Aðferðir sem notaðar eru koma t.d. úr Complete Vocal Technique, jóga, markþjálfun og leiklist.

     

    Námskeiðið er tilvalið fyrir öll börn sem vilja efla sig í söng og finna meiri hugarró, hugrekki og sjálfstraust; og umfram allt tilbúin að hafa gaman.

     

    Það sem að þátttakandinn mun læra á námskeiðinu er t.d. eftirfarandi:

     

    • Kynnast röddinni sinni betur og möguleikum hennar
    • Leiklistar æfingar
    • Aðferðir til að takast á við sviðsskrekk
    • Að syngja í míkrafón
    • Túlkun og tjáningu
    • Að vinna með og skilja texta
    • Framkoma á tónleikum
    • Vaxandi hugarfar

     

    Námskeiðið er tilvalið fyrir öll börn sem vilja efla sig í söng og finna meiri hugarró, hugrekki og sjálfstraust; og umfram allt tilbúin að hafa gaman.

    Praktískar upplýsingar

    HVENÆR: 1. og 2. október 2022 - kl. 10:00-13:00 báða dagana

    STAÐSETNING: Nánar auglýst síðar

    LENGD NÁMSKEIÐS: 6 klukkustundir

    HÁMARKSFJÖLDI Í HÓP: 12

    FULLT VERÐ: 19.500 kr.

    STAÐFESTINGARGJALD: 20% af heildarverði og er óafturkræft. Ef afbókun berst áður en námskeiðið hefst er mismunurinn endurgreiddur. Eftir að námskeið hefst eru skólagjöld óafturkræf.

    KENNARAR: Sólveig Unnur Ragnarsdóttir og María Dalberg

     

     

    Næsta námskeið verður 1. og 2. október 2022
     
    OPIÐ ER FYRIR SKRÁNINGU
  • SÖNGUR OG FRAMKOMA

    Fyrir 13 - 16 ára

    Námskeiðslýsing

    Skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið fyrir 13-16 ára. Markmiðið með námskeiðinu er að hver og einn fái að blómstra og vaxa í gegnum söng og er mikil áhersla lögð á að byggja upp sjálfstraust einstaklingsins. Hver og einn velur sér lag/lög til að vinna með á námskeiðinu og unnið verður með raddbeitingu, túlkun og sviðshreyfingar. Einnig verða þau þjálfuð í að syngja í kór og farið í grunnatriðin í að syngja í röddum. Tónleikar verða haldnir í lok námskeiðis þar sem fjölskylda og vinir fá að sjá afraksturinn af námskeiðinu.

     

    Það sem að þátttakandinn mun læra á námskeiðinu er t.d. eftirfarandi:

     

    - Kynnast röddinni sinni betur og möguleikum hennar

    - Grunnatriði í Complete Vocal Technique

    - Að syngja í kór og þau þjálfuð í að syngja í röddum

    - Aðferðir til að takast á við sviðsskrekk

    - Að syngja í míkrafón

    - Túlkun og tjáningu

    - Framkoma á tónleikum

     

    Námskeiðið er tilvalið fyrir öll ungmenni sem vilja efla sig í söng og framkomu og finna meiri hugarró, hugrekki og sjálfstraust; og umfram allt tilbúin að hafa gaman.

    Praktískar upplýsingar

    HVENÆR: Nánar auglýst síðar

    LENGD NÁMSKEIÐS: 10 vikur

    FJÖLDI Í HÓP: 4-6

    FULLT VERÐ: 54.000

    STAÐFESTINGARGJALD: 20% af heildarverði og er óafturkræft. Ef afbókun berst áður en námskeiðið hefst er mismunurinn endurgreiddur. Eftir að námskeið hefst eru skólagjöld óafturkræf.

    KENNARI. Nánar auglýst síðar

    FRÍSTUNDARSTYRKUR: Hægt er að nýta frístundarstyrk hjá Reykjavík og Kópavogi.

     

    Haustönn 2022 hefst 19. september
     
    OPIÐ ER FYRIR SKRÁNINGU
  • ÞÚ FINNUR OKKUR LÍKA HÉR