• UNGA FÓLKIÐ: SÖNGUR OG SJÁLFSSTYRKING

    Sumarnámskeið 21. - 25. júní og 16. - 20. ágúst

    Námskeiðslýsing:

    Skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið fyrir 8-12 ára þar sem tvinnast saman söngur, leiklist, jóga og markþjálfun. Markmiðið með námskeiðinu er að hver einstaklingur fái að blómstra og vaxa í gegnum söng og leiklist og er mikil áhersla lögð á að byggja upp sjálfstraust einstaklingsins. Hver dagur byrjar með léttum jógaæfingum og öndunaræfingum til að setja tóninn fyrir það sem koma skal. Eftir það verða gerðar skemmtilegar leiklistar eða söngæfingar og hver og einn velur sér eitt lag til að vinna með á námskeiðinu. Hver og einn þátttakandi fær stuttan einkatíma þar gefnir eru góðir punkta varðandi lagið sem valið er og síðar syngja þau það fyrir hvort annað. Einnig förum við í markþjálfun þar sem við styrkjum góða sjálfsmyndi og jákvætt hugarfar. Í lok námskeiðis fá svo foreldrar að koma og sjá afraksturinn af námskeiðinu (ef Covid leyfir). Aðferðir sem notaðar eru koma t.d. úr Complete Vocal Technique, jóga, markþjálfun og leiklist.

    Námskeiðið er tilvalið fyrir öll börn sem vilja efla sig í söng og finna meiri hugarró, hugrekki og sjálfstraust; og umfram allt tilbúin að hafa gaman.

    Praktískar upplýsingar

    • ALDUR: 8-12 ára
    • HVENÆRHópur 1: 21.-25. júní kl. 13-16                                                                          Hópur 2: 16.-20. ágúst kl. 13-16
    • HVAR: Síðumúli 15 (Kristalhofið)         
    • VERÐ: 24.900 kr.
    • KENNARAR:                                                                                                       Sólveig Unnur Ragnarsdóttir - Söngkennari og markþjálfi,                               María Dalberg - Leikkona og jógakennari
  • FULLORÐNIR: COMPLETE VOCAL TECHNIQUE

    5 vikna námskeið: 5. maí - 2. júní

    Söngtækni - Túlkun - Framkoma

    NÁMSKEIÐSLÝSING

    Þetta námskeið hentar einstaklega vel fyrir alla þá sem vilja stutt og hnitmiðað námskeið á styttri tíma, en hafa kannski ekki séð sér fært að koma á 12 vikna námskeiðið. Upplagt fyrr kórfélaga að koma saman en einnig einsöngvara og sturtusöngvara. Námskeiðið stendur yfir í 5 vikur og byggist upp á hóptímum. Það hentar bæði byrjendum og lengra komnum því námið er sniðið að þörfum hvers og eins. Kenndir eru allir söngstílar, allt frá klassík til þungarokks. Námskeiðið hentar einnig þeim sem eru að glíma við hæsi, raddþreytu eða önnur vandamál tengd röddinni.
     

    Meðal þess sem söngvarinn lærir er:
    • Grunnatriðin í Complete Vocal Technique.
    • Kynnast sinni rödd betur og möguleikum hennar.
    • Öndun og stuðning.
    • Breiðara raddsvið og/eða raddstyrkur.
    • Túlkun, tjáning og framkoma.
    • Aukið sjálfsöryggi

    Praktískar upplýsingar

    • HVENÆR: Miðvikudagar kl. 17:30 - 20:00
    • LENGD NÁMSKEIÐS: 5 vikur
    • FULLT VERÐ: 44.900 kr.
    • KENNARI: Sólveig Unnur Ragnarsdóttir 
    • STYRKIR: Hægt er að nýta styrki hjá öllum helstu stéttarfélögum
    NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST 5. MAÍ 2021
    OPIÐ ER FYRIR SKRÁNINGU!