• SKILMÁLAR VOCALIST

    Ef viðskiptavinur kaupir einkatíma, námskeið eða kór áskrift hjá Vocalist samþykir hann eftirfarandi skilmála.

     

    Skólagjöld

    • Staðfestingargjald er 20% af heildarverði og ef afbókun berst áður en námskeið hefst er mismunurinn endurgreiddur. 
    • Skólagjöld fást ekki endurgreidd eftir að námskeið eða einkatímar hefjast. Ef þátttakandi hættir á námskeiði er hann búinn að skuldbinda sig til að greiða fullt gjald. Þetta á líka við um kórastarf.
    • Í kórastarfi geta nýir meðlimir komið á eina prufu æfingu í september, án endurgjalds.
    • Vocalist áskilur sér rétt til þess að breyta skólagjöldunum á milli anna. 
    • Einkatíma þarf að nýta á þeirri önn sem þeir eru keyptir, eftir það renna þeir út. 

    Afbókun

    • Ef einkatími er afbókaður með minna en 24 klst. fyrirvara skal greitt fyrir hann að fullu og kennara er ekki skylt að bæta upp tímann.
    • Nemandi skal tilkynna forföll um leið og þau koma upp.
    • Ekki er hægt að bæta upp hóptíma sem nemandi missir af.
    • Ef kennari forfallast er honum skylt að bæta upp tímann.

    Systkinaafsláttur

    • Í þeim tilfellum þar sem systkini undir 18 ára aldri stunda nám hjá Vocalist er veittur 20% afsláttur fyrir annað systkin. (Gildir ekki með tilboðum)

    Námskeið/Kórastarf

    • Vocalist áskilur sér rétt til að hagræða auglýstri dagskrá á námskeiðum.
    • Kórastarf skal vera í það minnsta 12 æfingar á haustönn og 15 æfingar á vorönn.

    Trúnaður

    • Starfsfólk Vocalist heitir fullum trúnaði á persónulegum upplýsingum sem koma fram í einkatímum eða á námskeiðum.

    Myndataka

    • Vocalist áskilur sér rétt til að taka myndir og myndbönd af viðskiptavinum í húsum Vocalist og á viðburðum tengdum starfseminni til nýtingar í markaðssetningu og kynningu á söngskólanum Vocalist. Ef iðkendur eða forráðamenn ungmenna undir 18 ára fara fram á að ekki séu teknar myndir í slíku skyni, skal láta Vocalist vita af því með skriflegum hætti.
  • ÞÚ FINNUR OKKUR LÍKA HÉR