• KVENNAKÓR VOCALIST

  Fyrir konur 20 - 65 ára

  Um kórinn:

  Kórinn hóf starfsemi sína í október 2015 og hefur fjöldi kvenna verið milli 15 - 30. Þetta er hress og skemmtilegur kór þar sem áherslan er lögð á létta tónlist, svo sem popp, dægurlög, söngleiki oflr. Á hverri önn er farið í æfingabúðir yfir helgi eitthvað útá land og svo er draumurinn okkar að komast í ferð til útlanda. Við höfum haldið nokkra tónleika og tökum að okkur að koma fram við hin ýmsu tilefni.

  Þetta er frábær félagsskapur!

  Fyrir hverjar?

  • Fyrir hressar konur á aldrinum 20 - 65 ára sem vilja koma saman eitt kvöld í viku, syngja saman og hafa gaman.
  • Kórinn er fámennur og því mikið lagt uppúr mætingu og að vera virkur þátttakandi. 
  • Kórinn er opinn bæði þeim sem eru í söngnámi hjá Vocalist, en einnig er hægt að vera bara með í kórnum.

  Praktískar upplýsingar

  • HVENÆR: Æfingar eru á þriðjudagskvöldum kl. 18:30 - 20:30
  • HVAR: Safnaðarheimili Laugarneskirkju
  • VERÐ: 90.000 fyrir árið (sept-maí)
  • GREIÐSLA: Staðfestingargjald er 30.000 kr. og greiðist við skráningu (Ath. staðfestingarjgald er óafturkæft). Eftirstöðvum er hægt að skipta í allt að 3 greiðslur. 
  • PRUFUÆFING: Nýir meðlimir eru velkomnir á eina prufuæfingu í september án endurgjalds. (eftir að hafa staðist raddprufu)
  • ALDURSTAKMARK: 20 - 65 ára.

  RADDPRUFUR VERÐA HALDNAR NÆST Í SEPTEMBER 2022.

 • VIÐ ERUM HÉR

  Facebook

   

   

  Youtube

   

   

  Instragram

   

  S. 694 3964

  vocalist@vocalist.is