• VÓKALÍSUR

    KVENNAKÓR VOCALIST

    Fyrir konur 20 - 65 ára

    Um kórinn:

    Kórinn hóf starfsemi sína í október 2015 og hefur fjöldi kvenna verið milli 15 - 30. Þetta er hress og skemmtilegur kór þar sem áherslan er lögð á létta tónlist, svo sem popp, dægurlög, söngleiki oflr. Á hverju ári er farið í æfingabúðir yfir helgi eitthvað útá land og svo er draumurinn okkar að komast í ferð til útlanda. Tónleikar eru haldnir á vorönninni og sungið er í tveimur messum á hverri önn í Laugarneskirkju. Einnig tökum að okkur að koma fram við hin ýmsu tilefni.

    Fyrir hverjar?

    • Fyrir hressar konur á aldrinum 20 - 65 ára sem vilja koma saman eitt kvöld í viku, syngja saman og hafa gaman.
    • Kórinn er fámennur og því mikið lagt uppúr mætingu og að vera virkur þátttakandi. 
    • Kórinn er opinn bæði þeim sem eru í söngnámi hjá Vocalist, en einnig er hægt að vera bara með í kórnum.

    Praktískar upplýsingar

    • HVENÆR: Æfingar eru á þriðjudagskvöldum kl. 18:30 - 20:30
    • KÓRSTJÓRI: Sólveig Unnur Ragnarsdóttir
    • HVAR: Safnaðarheimili Laugarneskirkju
    • VERÐ: Fyrir allt árið (sept-maí) = 80.000.      Fyrir Haustönn (sept-des) = 42.000                                               Fyrir vorönn (jan-maí) = 48.000
    • STAÐFESTINGARGJALD: 20% af heildarverði og er óafturkræft. Ef afbókun berst áður en námskeiðið hefst er mismunurinn endurgreiddur. Eftir að námskeið hefst eru skólagjöld óafturkræf.
    • GREIÐSLUDREIFING: Hægt er að nýta sér raðgreiðslur Netgíró. 
    • PRUFUÆFING: Nýir meðlimir eru velkomnir á eina prufuæfingu í september án endurgjalds. (eftir að hafa staðist raddprufu)
    • ALDURSTAKMARK: 20 - 65 ára.

    RADDPRUFUR FRA FRAM 6. SEPTEMBER 2022

     

    Til að skrá sig í raddprufu, vinsamlega sendið e-mail á vocalist@vocalist.is með upplýsingum um fullt nafn og kennitölu.

     

    KÓRÆFINGAR HEFJAST 20. SEPTEMBER 2022

  • ÞÚ FINNUR OKKUR LÍKA HÉR