• EINKATÍMAR

    Hentar fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

    Fyrir hverja?

    • Fyrir 13 ára og eldri
    • Einkatímar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynnast röddinni sinni betur með aðstoð Complete Vocal Technique.
    • Einkatímar henta bæði fyrir byrjendur og lengra komna því þeir eru sniðnir að þörfum hvers og eins.
    • Kenndir eru allir söngstílar, allt frá klassík til þungarokks.
    • Henta þeim sem eru að glíma við hæsi, raddþreytu eða önnur vandamál tengd röddinni.
    • Henta þeim sem vilja vera með fastan tíma í hverri viku eða ráða sjálfir hversu langt líður á milli tíma.

    Hvað lærir söngvarinn?

    Einkatíminn er sniðinn að þörfum hvers og eins. Það er því mjög mismunandi hverjar áherslurnar eru í tímunum. Það sem gæti verið unnið með eru til dæmis eftirfarandi atriði:

    • Grunnatriði í Complete Vocal Technique
    • Breiðara raddsvið og/eða raddstyrkur
    • Að kynnast eigin rödd betur
    • Aukið öryggi
    • Túlkun
    • Míkrafónatækni
    • Spuni, taktur og hendingamótun
    • Effektar
    • Lausnir við raddvandamálum
    • Persónuleg framför söngvarans
     

    Söngvarinn kemur sjálfur með lag sem hann vill vinna með í tímanum sem er 45 mínútur.

     

     

    Praktískar upplýsingar

    • STAKUR TÍMI: 13.500 kr.
    • 3 TÍMAR: 39.000 kr. 
    • 5 TÍMAR: 62.500 kr. 
    • ÖNNIN = 10 TÍMAR: 120.000 kr. 
    • STAÐFESTINGARGJALD: 20% af heildarverði ef keyptir eru 10 tímar og er óafturkræft. Ef afbókun berst áður en námskeiðið hefst er mismunurinn endurgreiddur. Eftir að námskeið hefst eru skólagjöld óafturkræf.
    • GREIÐSLUDREIFING: Hægt er að nýta sér raðgreiðslur Netgíró
    • STYRKIR: Hægt er að nýta styrki frá öllum helstu stéttarfélögum
    ATH. Tímana þarf að nýta áður en önninni lýkur, eftir það renna þeir út.
     
    Einkatímar hefjast 19. sept. 2022

    OPIÐ ER FYRIR SKRÁNINGU

     
    ATH. Stundartaflan er að fyllast og ekki margir tímar lausir eins og er. Hafið samband á vocalist@vocalist.is áður en þið bókið ykkur til að athuga hvort hægt sé að finna tímasetningu sem hentar.
     
     
  • ÞÚ FINNUR OKKUR LÍKA HÉR