Return to site
SKRÁNING ER HAFIN FYRIR VORÖNN 2016
Nú eru allir búnir að njóta jólanna og áramótanna, liggja á meltunni, knúsa fjölskylduna og hvíla sig vel. Þá er kominn tími til að koma sér í gírinn, strengja áramótaheit eða bara láta gamlan draum rætast og skella sér á söngnámskeið. 
Hjá Vocalist eru mörg spennandi námskeið í boði:
Grunnnámskeið í CVT
Framhaldsnámskeið í CVT
Unglinganámskeið
Söngkort þar sem keyptir eru einkatímar
Raddbeitinganámskeið fyrir talrödd
Einnig er pláss fyrir nokkrar hressar skvísur í Kvennakór Vocalist en við æfum á mánudagskvöldum kl. 20-22. Það eru engin inntökuskilyrði um reynslu eða nótnalestur......nema jú þið þurfið að vera hressar og skemmtilegar :) 
Það verður gaman að byrja nýtt söngár 2016 og hitta bæði nýja og gamla Vocalist söngvara. 
P.s. myndir frá mjög svo vel heppnuðum jólatónleikum sem haldnir voru í desember koma líka inná heimasíðuna mjög fljótlega.