• Söngur - Leiklist - Jóga - Sjálfsstyrking

  Fyrir 8 - 12 ára

  Námskeiðslýsing

  ​Skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið fyrir hressa krakka á aldrinum 8-12 ára þar sem söng, leiklist og jóga er tvinnað saman. Markmiðið með námskeiðinu er að hver einstaklingur fái að blómstra og vaxa í gegnum leik og söng. Þá er sérstaklega lögð áhersla á að byggja upp hugrekki og sjálfstraust hvers og eins. Hver tími byrjar með jóga þar sem farið verður í gegnum nokkrar einfaldar hugleiðslur, jógastöður og öndunaræfingar til að setja tóninn fyrir það sem koma skal. Eftir það verða kenndar skemmtilegar leiklistar og söngæfingar og fær hver og einn að velja sér lag/lög til að vinna með á námskeiðinu. Þátttakendur munu síðan fá handrit að söngleik sem verður sýndur í lok námskeiðsins þar sem foreldrum verður boðið að koma og sjá afraksturinn. (ef Covid leyfir)

   

  Námskeiðið er tilvalið fyrir öll börn sem vilja efla sig í söng, leiklist og finna meiri hugarró, hugrekki og sjálfstraust; og umfram allt tilbúin að hafa gaman

  Hvað lærir þátttakandinn?

  • Markmiðið með námskeiðinu er að hver einstaklingur fái að blómstra og vaxa í gegnum leik og söng.

  • Sérstaklega er lögð áhersla á að byggja upp hugrekki og sjálfstraust hvers og eins.

  • Lögð er áhersla á að hver og einn finni sína rödd og þjálfist í að syngja fyrir framan aðra.
  • Skemmtilegar leiklistaræfingar og að setja upp leiksýningu
  • Spuni
  • Grunnstöður í jóga og öndunaræfingar sem nýtast til að fá meiri hugarró
  • Mjög mikil áhersla er lögð á að auka sjálfstraust einstaklingsins og að hann hafi trú á eigin getu. 

  Praktískar upplýsingar

  HVENÆR: Miðvikudagar kl. 16:30 -18:00.

  FJÖLDI Í HÓP: 8-15

  LENGD NÁMSKEIÐS: 12 vikur

  FULLT VERÐ: 59.900 kr.

  SÉRSTAKT KYNNINGARVERÐ: 56.000 kr.

  Hægt að skipta í allt að 3 greiðslur.

  STAÐFESTINGARGJALD: 

  20.000 kr. greiðist við skráningu og er óafturkræft.

  KENNARAR: 

  Sólveig Unnur Ragnarsdóttir: Söngur

  María Dalberg: Leiklist og jóga

  STYRKIR: 

  Hægt er að nýta frístundarstyrkinn bæði hjá Reykjavík og Kópavogi.

   
  NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST
  16. SEPTEMBER 2020

   

 • VIÐ ERUM HÉR

  Facebook

   

   

  Youtube

   

   

  Instragram

   

  S. 694 3964

  vocalist@vocalist.is