• SÖNGUR OG SJÁLFSTYRKING

  Fyrir 8 - 12 ára

  Námskeiðslýsing

  Skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið fyrir 8-12 ára þar sem tvinnast saman söngur og leiklist. Markmiðið með námskeiðinu er að hver og einn fái að blómstra og vaxa í gegnum söng og leiklist og er mikil áhersla lögð á að byggja upp sjálfstraust einstaklingsins. Hver og einn velur sér tvö lög til að vinna með á námskeiðinu en einnig verða þau þjálfuð í að syngja í kór. Í lok námskeiðis fá svo foreldrar að koma og sjá afraksturinn af námskeiðinu.

  Það sem að þátttakandinn mun læra á námskeiðinu er t.d. eftirfarandi:

   

  - Kynnast röddinni sinni betur og möguleikum hennar

  - Að syngja í kór og þau þjálfuð í að syngja í röddum

  - Leiklistarspuni

  - Öndunaræfingar til að hjálpa við að ná meiri hugarró

  - Að syngja í míkrafón

  - Túlkun og tjáningu

   

  Námskeiðið er tilvalið fyrir öll börn sem vilja efla sig í söng og finna meiri hugarró, hugrekki og sjálfstraust; og umfram allt tilbúin að hafa gaman.

  Praktískar upplýsingar

  HVENÆR: Hópur 1: Miðvikudagar kl. 16:30

  LENGD NÁMSKEIÐS: 12 vikur

  FJÖLDI Í HÓP: 6-8

  FULLT VERÐ: 49.900

  KENNARAR: Nánar auglýst síðar

  FRÍSTUNDARSTYRKUR: Hægt er að nýta frístundarstyrk hjá Reykjavík og Kópavogi.

   

  Næsta námskeið hefst 17. janúar 2022.
  OPIÐ ER FYRIR SKRÁNINGU
 • SÖNGUR OG FRAMKOMA

  Fyrir 13 - 16 ára

  Námskeiðslýsing

  Skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið fyrir 13-16 ára þar sem tvinnast saman söngur og leiklist og dans. Markmiðið með námskeiðinu er að hver og einn fái að blómstra og vaxa í gegnum söng og leiklist og er mikil áhersla lögð á að byggja upp sjálfstraust einstaklingsins. Hver og einn velur sér tvö lög til að vinna með á námskeiðinu og unnið verður með raddbeitingu, túlkun og sviðshreyfingar. Einnig verða þau þjálfuð í að syngja í kór og farið í grunnatriðin í að radda. Í lok námskeiðis fá svo foreldrar að koma og sjá afraksturinn af námskeiðinu (ef Covid leyfir).

  Það sem að þátttakandinn mun læra á námskeiðinu er t.d. eftirfarandi:

   

  - Kynnast röddinni sinni betur og möguleikum hennar

  - Grunnatriði í Complete Vocal Technique

  - Að syngja í kór og þau þjálfuð í að syngja í röddum

  - Sviðshreyfingar

  - Leiklistarspuni

  - Öndunaræfingar til að hjálpa við að ná meiri hugarró

  - Að syngja í míkrafón

  - Túlkun og tjáningu

   

  Námskeiðið er tilvalið fyrir öll ungmenni sem vilja efla sig í söng og framkomu og finna meiri hugarró, hugrekki og sjálfstraust; og umfram allt tilbúin að hafa gaman.

  Praktískar upplýsingar

  HVENÆR: Nánar auglýst síðar

  LENGD NÁMSKEIÐS: 12 vikur

  FJÖLDI Í HÓP: 4-6

  FULLT VERÐ: 54.000

  KENNARI. Nánar auglýst síðar

  FRÍSTUNDARSTYRKUR: Hægt er að nýta frístundarstyrk hjá Reykjavík og Kópavogi.

   

  Næsta námskeið hefst 17. janúar 2022.
  OPIÐ ER FYRIR SKRÁNINGU
 • VIÐ ERUM HÉR

  Facebook

   

   

  Youtube

   

   

  Instragram

   

  S. 694 3964

  vocalist@vocalist.is