• SÖNGUR OG SJÁLFSSTYRKING

  Söngur - Leiklist - Dans - Sjálfsstyrking

  Fyrir 8 - 12 ára og 12 - 16 ára

  Námskeiðslýsing

  ​Skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið fyrir hressa krakka á aldrinum 8-12 ára. Markmiðið með námskeiðinu er að hver einstaklingur fái að blómstra og vaxa í gegnum söng, leiklist og dans. Gerðar verða æfingar til að byggja upp meira sjálfstraust og hugrekki og kenndar öndunaræfingar og hugleiðsla til að öðlast meiri hugarró. Einnig kemur danskennari inná námskeiðið og hjálpar þeim við sviðshreyfingar. Hver og einn velur sér lag/lög til að vinna með á námskeiðinu og eru síðan lögin notuð til að búa til stutta leikþætti sem þau semja sjálf.

  Í lok námskeiðis fá svo foreldrar að koma og sjá afraksturinn af námskeiðinu. (ef Covid leyfir)

   

  Námskeiðið er tilvalið fyrir öll börn sem vilja efla sig í söng, leiklist og dansi og finna meiri hugarró, hugrekki og sjálfstraust; og umfram allt tilbúin að hafa gaman.

  Praktískar upplýsingar

  HVENÆR: 8 - 12 ára: Miðvikudagar kl. 16:30 - 17:30

  HÁMARKSFJÖLDI Í HÓP: 8

  LENGD NÁMSKEIÐS: 12 vikur

  FULLT VERÐ: 56.000 kr.

  Hægt að skipta í 2 greiðslur.

  STAÐFESTINGARGJALD: 

  20.000 kr. greiðist við skráningu og er óafturkræft.

  KENNARAR: 

  Nánar auglýst síðar

  STYRKIR: 

  Hægt er að nýta frístundarstyrkinn bæði hjá Reykjavík og Kópavogi.

   
  NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST 20. JANÚAR 2021
  OPIÐ ER FYRIR SKRÁNINGU!

   

 • VIÐ ERUM HÉR

  Facebook

   

   

  Youtube

   

   

  Instragram

   

  S. 694 3964

  vocalist@vocalist.is