SÖNGUR OG SJÁLFSTYRKING
Fyrir 8 - 12 ára
Námskeiðslýsing
Skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið fyrir 8-12 ára þar sem tvinnast saman söngur, leiklist, jóga og markþjálfun. Markmiðið með námskeiðinu er að hver einstaklingur fái að blómstra og vaxa í gegnum söng og leiklist og er mikil áhersla lögð á að byggja upp sjálfstraust einstaklingsins. Hver dagur byrjar með léttum jógaæfingum og öndunaræfingum til að setja tóninn fyrir það sem koma skal. Eftir það verða gerðar skemmtilegar leiklistar eða söngæfingar og hver og einn velur sér eitt lag til að vinna með á námskeiðinu. Hver og einn þátttakandi fær stuttan einkatíma þar gefnir eru góðir punkta varðandi lagið sem valið er og síðar syngja þau það fyrir hvort annað. Einnig förum við í markþjálfun þar sem við styrkjum góða sjálfsmyndi og jákvætt hugarfar. Í lok námskeiðis fá svo foreldrar að koma og sjá afraksturinn af námskeiðinu (ef Covid leyfir). Aðferðir sem notaðar eru koma t.d. úr Complete Vocal Technique, jóga, markþjálfun og leiklist.
Námskeiðið er tilvalið fyrir öll börn sem vilja efla sig í söng og finna meiri hugarró, hugrekki og sjálfstraust; og umfram allt tilbúin að hafa gaman.
Praktískar upplýsingar
HVENÆR: Nánar auglýst síðar
LENGD NÁMSKEIÐS: 12 vikur
FJÖLDI Í HÓP: 8 - 15
FULLT VERÐ: 49.900
KENNARAR:
Sólveig Unnur Ragnarsdóttir: Söngur og markþjálfun
María Dalberg: Leiklist og jóga
FRÍSTUNDARSTYRKUR: Hægt er að nýta frístundarstyrk hjá Reykjavík og Kópavogi.
VOCALIST © 2014