• SÖNGUR OG SJÁLFSTYRKING

  Fyrir 8 - 12 ára

  Námskeiðslýsing

  Þetta skemmtilega og uppbyggjandi námskeið fyrir hressa krakka á aldrinum 8-12 ára fer fram tvo laugardaga. Markmiðið með námskeiðinu er að hver einstaklingur fái að blómstra og vaxa í gegnum söng og leiklist. Einnig verða gerðar æfingar til að byggja upp meira sjálfstraust og hugrekki ásam öndunaræfingum og hugleiðslu til að öðlast meiri hugarró. Kenndar verða aðferðir til að takast á við kvíða (sviðsskrekk), efla sjálfstraustið og jákvæða hugsun. Aðferðir sem notaðar eru koma t.d. úr Complete Vocal Technique, jóga, markþjálfun og leiklist.

  Hver og einn þátttakandi fær einkatíma með kennara til að vinna með eitt lag sem þau munu svo syngja fyrir hvort annað. Í lok námskeiðis fá svo foreldrar að koma og sjá afraksturinn af námskeiðinu (ef Covid leyfir).

   

  Námskeiðið er tilvalið fyrir öll börn sem vilja efla sig í söng og finna meiri hugarró, hugrekki og sjálfstraust; og umfram allt tilbúin að hafa gaman.

  Praktískar upplýsingar

  HVENÆR: Laugardagur 6. mars kl. 10-13 og laugardagur 13. mars kl. 10-14.

  LENGD NÁMSKEIÐS: 7 klukkustundir

  FJÖLDI Í HÓP: 8 - 15

  FULLT VERÐ: 22.500 kr.

  KENNARAR: 

  Sólveig Unnur Ragnarsdóttir: Söngur og markþjálfun

  María Dalberg: Leiklist og jóga

   

  OPIÐ ER FYRIR SKRÁNINGU Á NÁMSKEIÐ SEM HEFST 6. MARS.

   

 • VIÐ ERUM HÉR

  Facebook

   

   

  Youtube

   

   

  Instragram

   

  S. 694 3964

  vocalist@vocalist.is