• SÖNGUR - LEIKLIST - SJÁLFSSTYRKING

  Sumarnámskeið

  Námskeiðslýsing:

  Skemmtilegt og uppbyggjandi námskeiði þar sem tvinnast saman söngur, leiklist og jóga. Markmiðið með námskeiðinu er að hver einstaklingur fái að blómstra og vaxa í gegnum leik og söng og er mikil áhersla lögð á að byggja upp sjálfstraust einstaklingsins. Hver dagur byrjar með jóga þar sem farið verður í gegnum nokkrar einfaldar jógastöður og öndunaræfingar til að setja tóninn fyrir það sem koma skal. Eftir það verða gerðar skemmtilegar leiklistar og söngæfingar og fær hver og einn lag til að vinna með á námskeiðinu. Þátttakendur munu síðan spinna sjálfir handrit að söngleik sem að verður sýndur í lok námskeiðsins og eru foreldrar velkomnir að koma og sjá afraksturinn.

  Þetta námskeið er tilvalið fyrir öll börn sem vilja efla sig í söng, leiklist og finna meiri ró í krefjandi aðstæðum.

  Hvað lærir söngvarinn:

  • Túlkun, tjáning og framkoma
  • Að kynnast röddinni betur
  • Skemmtilegar leiklistaræfingar
  • Grunnstöður í jóga og öndunaræfingar sem þjálfa meiri hugarró
  • Lögð er áhersla á að byggja upp sjálfstraust og að hafa trú á sjálfum sér.
  • Að vinna með sviðsskrekk
  • Leiklistarspuni

  Praktískar upplýsingar

  • ALDUR9-12 ára
  • HVENÆR: Nánar auglýst síðar
  • HVAR: Síðumúli 15 (Kristalhofið)                   
  • VERÐ: Nánar auglýst síðar
  • KENNARAR: Sólveig Unnur Ragnarsdóttir - Söngkennari, tónmenntakennari og markþjálfi, María Dalberg - Leikkona og jógakennari
  • STAÐFESTINGARGJALD: 10.000 kr. greiðist við skráningu og er óafturkræft. Ganga þarf frá námskeiðsgjaldi áður en námskeiðið hefst.