• SKRÁNING

   

  Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram í skilaboðum:

   

  • Fullt nafn og kennitala söngvarans
  • Nafn og kennitala forráðamanns ef söngvari er undir 18 ára
  • Nafn og kennitala greiðanda ef annar en söngvari eða forráðamaður
  • Hvaða námskeið viltu skrá þig á? / Hversu marga einkatíma viltu kaupa?

  Haft verður samband mjög fljótlega til að staðfesta skráningu.

   

  Hlökkum til að sjá þig!

  Síðumúli 8 og 15
  694 3964
 • SKILMÁLAR VOCALIST

  Ef viðskiptavinur kaupir einkatíma eða námskeið hjá Vocalist samþykir hann eftirfarandi skilmála.

   

  Skólagjöld

  • Staðfestingargjald greiðist við skráningu og er óafturkræft
  • Skólagjöld fást ekki endurgreidd. Ef þátttakandi hættir á námskeiði er hann búinn að skuldbinda sig til þess að greiða fullt gjald. 
  • Skólagjöldum er hægt að skipta í 2-3 greiðslur ef upphæðin er 45.000 eða hærri og eru gjalddagar eftirfarandi: 
  • Fyrir haustönn: 1. október, 1. nóvember, 1. desember
  • Fyrir vorönn: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl
  • Semja þarf um greiðslu skólagjalda áður en önnin hefst
  • Vocalist áskilur sér rétt til þess að breyta skólagjöldunum á milli anna. 
  • Einkatíma þarf að nýta áður en önninni lýkur, eftir það renna þeir út. 

  Afbókun

  • Ef einkatími er afbókaður með minna en 24 klst. fyrirvara skal greitt fyrir hann að fullu og kennara er ekki skylt að bæta upp tímann. 
  • Nemandi skal tilkynna forföll um leið og þau koma upp. 
  • Ekki er hægt að bæta upp hóptíma sem nemandi missir af. 
  • Ef kennari forfallast er honum skylt að bæta upp tímann. 

  Systkinaafsláttur

  • Í þeim tilfellum þar sem systkini undir 18 ára aldri stunda nám hjá Vocalist er veittur 20% afsláttur fyrir annað systkin. (Gildir ekki með tilboðum)

  Námskeið

  • Vocalist áskilur sér rétt til að hagræða auglýstri dagskrá á námskeiðum.

  Trúnaður

  • Starfsfólk Vocalist heitir fullum trúnaði á persónulegum upplýsingum sem koma fram í einkatímum eða á námskeiðum. 

  Myndataka

  • Vocalist áskilur sér rétt til að taka myndir og myndbönd af viðskiptavinum í húsum Vocalist og á viðburðum tengdum starfseminni til nýtingar í markaðsetningu og kynningu á söngstúdíóinu. Ef iðkendur eða forráðamenn ungmenna undir 18 ára fara fram á að ekki séu teknar myndir í slíku skyni, skal láta Vocalist vita af því með skriflegum hætti. 
 • VIÐ ERUM HÉR

  Facebook

   

   

  Youtube

   

   

  Instragram

   

  S. 694 3964

  vocalist@vocalist.is