Námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að kynnast röddinni sinni betur með aðstoð Complete Vocal Technique.
Námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum því námið er sniðið að þörfum hvers og eins.
Kenndir eru allir söngstílar, allt frá klassík til þungarokks.
Hentar þeim sem eru að glíma við hæsi, raddþreytu eða önnur vandamál tengd röddinni.
Hentar þeim sem vilija aukið sjálfsöryggi
Hentar fyrir kórsöngvara, einsöngvarar og sturtusöngvara
Hvað lærir söngvarinn?
Góð undirstaða í Complete Vocal Technique.
Kynnast sinni rödd betur og möguleikum hennar.
Öndun og stuðning.
Breiðara raddsvið og/eða raddstyrkur.
Túlkun, tjáning og framkoma.
Aukið sjálfsöryggi og hvernig við vinnum á sviðsskrekk.
Syngja í míkrafón.
Leiðsögn í að taka upp lag í hljóðveri.
Hver og einn nær persónulegum framförum.
Að koma fram á tónleikum
Hvernig er námskeiðið uppbyggt
Námskeiðið er í 12 vikur og byggist upp á 10 hóptímum einu sinni í viku, einum einkatíma og upptöku í hljóðveri. Námskeiðinu lýkur svo með tónleikum þar sem allir fá tækifæri á að spreyta sig og bjóða fjölskyldu og vinum að hlusta. (ef Covid leyfir)
Í tímunum verður farið ítarlega í tæknina Complete Vocal Technique með fyrirlestrum og æfingum og síðan vinnur hver og einn í sínum lögum með kennara.
Píanóleikari verður til staðar hluta námskeiðsins.
Í lok námskeiðis fær síðan hver og einn tækifæri á að taka upp eitt lag með tilbúnum undirleik undir leiðsögn kennara. Vocalist er í samstarfi við Hljóðver.is.
Einn einkatími í markþjálfun er innifalinn í námskeiðinu.
Praktískar upplýsingar
HVENÆR:Mánudagar kl. 18:00 - 20:00/21:00 (fer eftir fjölda)
LENGD NÁMSKEIÐS:12 vikur
FULLT VERÐ: 124.900 kr. (hægt að skipta í mest 3 greiðslur)
STAÐFESTINGARGJALD:30.000 kr. greiðist við skráningu og er óafturkræft
KENNARAR: Sólveig Unnur Ragnarsdóttir og Bjartmar Þórðarson
STYRKIR: Hægt er að nýta styrki hjá öllum helstu stéttarfélögum