• MARKÞJÁLFUN

  VILTU NÁ LENGRA?

  Markþjálfun er aðferðarfræði sem byggist uppá trúnaðarsamtali millii markþjálfa og marksækjanda. Kröftugum spurningum er beitt til að virkja vitundarsköpun og þannig er hægt að hreyfa við hugsunum, fá nýjar hugmyndir og finna farveg til að koma þeim í framkvæmd. Marksækjandinn fær þannig skýrari sýn á tilfinningar sínar, langarnir, getu, fortíðina, framtíðina, sjálfsmyndina og samskipti, bæði í lífi og starfi.

   

  Viðfangsefnið getur verið t.d. vinna, nám, sambönd, fjölskyldumál, tímastjórnun, líkamleg og andleg heilsa, sterkari sjálfsmynd, ná markmiðum sínum og fara út fyrir þægindarammann. Einnig er markþjálfun tilvalin aðferð fyrir söngvara og annað tónlistarfólk til að vaxa sem listamenn og fá skýrari sýn á hver næstu skef eru á tónlistarbrautinni.

   

  Markþjálfi er Sólveig Unnur Ragnarsdóttir, eigandi Vocalist og söngkennari.

   

  Verð:

  1 tími: 8.500

  3 tímar: 24.000