• EINKATÍMAR

  Hentar fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

  Fyrir hverja?

  • Einkatímar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynnast röddinni sinni betur með aðstoð Complete Vocal Technique.
  • Einkatímar henta bæði fyrir byrjendur og lengra komna því þeir eru sniðnir að þörfum hvers og eins.
  • Kenndir eru allir söngstílar, allt frá klassík til þungarokks.
  • Henta þeim sem eru að glíma við hæsi, raddþreytu eða önnur vandamál tengd röddinni.
  • Henta þeim sem vilja vera með fastan tíma í hverri viku eða ráða sjálfir hversu langt líður á milli tíma.

  Hvað lærir söngvarinn?

  Einkatíminn er sniðinn að þörfum hvers og eins. Það er því mjög mismunandi hverjar áherslurnar eru í tímunum. Það sem gæti verið unnið með eru til dæmis eftirfarandi atriði:

  • Grunnatriði í Complete Vocal Technique
  • Breiðara raddsvið og/eða raddstyrkur
  • Að kynnast eigin rödd betur
  • Aukið öryggi
  • Túlkun
  • Míkrafónatækni
  • Spuni, taktur og hendingamótun
  • Effektar
  • Lausnir við raddvandamálum
  • Persónuleg framför söngvarans
   

  Söngvarinn kemur sjálfur með lag sem hann vill vinna með í tímanum sem er 45 mínútur.

   

   

  Praktískar upplýsingar

  • 1 TÍMI: 12.000 kr.
  • 3 TÍMAR: 34.500 kr. 
  • 5 TÍMAR: 55.000 kr. (hægt að skipta í 2 greiðslur)
  • ÖNNIN = 10 TÍMAR: 105.000 kr. Hægt að skipta í 3 greiðslur, staðfestingargjald kr. 30.000 greiðist við skráningu og er óafturkræft.
  • STYRKIR: Hægt er að nýta styrki frá öllum helstu stéttarfélögum
  ATH. Tímana þarf að nýta áður en önninni lýkur, eftir það renna þeir út.
  H

  Haustönn 2021 hefst 13. september.

  OPIÐ ER FYRIR SKRÁNINGU

   
   
 • VIÐ ERUM HÉR

  Facebook

   

   

  Youtube

   

   

  Instragram

   

  S. 694 3964

  vocalist@vocalist.is