• Markmið Vocalist

  Hjá Vocalist er leitast við að draga það besta fram úr hverri rödd og að einstaklingurinn nái sem mestum persónulegum árangri. Söngnámið ætti að henta öllum því námið er mjög einstaklingsmiðað. Mikið er lagt upp úr að efla sjálfstraust bæði hjá börnum og fullorðnum og eru námskeiðin sett upp með það í huga. Kenndir eru allir söngstílar, allt frá klassík til þungarokks og hentar námið bæði atvinnu- og áhugamanna söngvurum. Lögð er áhersla á söngtækni (Complete Vocal Technique), túlkun, uppgvöta hina ýmsu möguleika raddarinnar og að auka sjálfstraust í söng og framkomu.

 • Þetta höfðu þau að segja um námið

  Heiðrún Birna Rúnarsdóttir

  "Mér finnst frábært hvað tæknin CVT er í rauninni auðveld og hvað það er auðvelt að tileinka sér hana. Ég er t.d. farin að vinna mikið með effekta sem ég hafði ekki spáð í áður og einnig hef ég fengið meiri styrk í röddina. Námið hefur gefið mér sálfsöryggi í söng, mikla gleði og mér finnst mjög gaman að koma í tímana og hlakka alltaf til. Svo skemmir það náttulega ekki fyrir hvað Solla er brjálæðislega þolinmóð og frábær!"

  Ingibjörg Tómasdóttir

  "Það er búið a vera rosalega gaman í vetur. Við byrjuðum hópur saman í haust og höfum svo nokkur haldið hópinn saman í vetur. Við syngjum svo lögin og Solla hjálpar okkur með þau. Hún byrjar alltaf að spyrja okkur hvað við viljum gera við lagið og hvað hún geti hjálpað okkur með. Þannig reynir hún að fá fram það er að okkur langar að gera og þetta er bara frábær tækni. Ég á ekki orð yfir það hvað þetta hefur verið skemmtilegt og hvað það hefur verið mikill árangur."

   

  Vera Sif Brynjudóttir

  "Ég heillaðist mjög mikið af CVT af því að ég þurfti ekki þá endilega að velja klassískt og mig langaði til að syngja aðra söngstíla. Ég hef mikið bætt mig og ég get sungið miklu sterkar núna og með breiðara raddsvið. Námið hefur gefið mér mjög mikla ánægju og mér hefur farið mjög mikið fram."

 • Nýjustu fréttir

 • VIÐ ERUM HÉR

  Facebook

   

   

  vocalist@vocalist.is

   

  Instragram

   

  S. 694 3964

  Síðumúli 8

   

  Youtube